Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ekki gengið að tilboðum í Hótel Sögu
Fréttir 28. janúar 2015

Ekki gengið að tilboðum í Hótel Sögu

Höfundur: smh

Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að ganga ekki til viðræðna um sölu á Hótel Sögu á grundvelli fyrirliggjandi tilboða sem fram komu í söluferli sem fyrirtækjaráðgjöf MP banka annaðist.

Í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands kemur fram að það sé mat stjórnar Bændasamtakanna að hagstæðara sé að halda áfram góðum rekstri hótelsins fremur en að ganga að fyrirliggjandi tilboðum. „Bændasamtökin þakka þeim sem tóku þátt í söluferlinu fyrir áhugann og einnig starfsfólki Hótel Sögu og MP banka fyrir þá vinnu sem þau lögðu til í ferlinu.

Bændasamtökin hófu söluferli Hótel Sögu með tilkynningu þann 19. nóvember sl. og óskuðu þá eftir formlegum tilboðum í kaup á fasteign og rekstri Hótel Sögu. Var ákveðið að fara í þetta ferli eftir að fjöldi fyrirspurna hafði borist um kaup á hótelinu. Fyrirtækjaráðgjöf MP banka var ráðin til þess að sjá um söluferlið og annast kynningu fyrir áhugasama kaupendur með gagnsæjum hætti til að tryggja jafnræði meðal áhugasamra fjárfesta. Frestur til að gera óskuldbindandi tilboð var gefinn til 12. desember sl. og bárust þá sex tilboð. Ákveðið var að gefa völdum tilboðsgjöfum tækifæri til að leggja fram skuldbindandi tilboð og fengu þeir í framhaldinu að skoða fasteignina og upplýsingar um reksturinn. Gefinn var frestur til 16. janúar sl. til að leggja fram skuldbindandi tilboð og bárust fjögur tilboð. Sem fyrr segir er það mat stjórnar Bændasamtakanna að ekkert fyrirliggjandi tilboða sé nægilega hagstætt,“ segir í tilkynningunni.

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, er ánægður með áhugann sem kemur fram í þessu söluferli. „ Því miður bárust okkur ekki nægilega hagstæð tilboð til að skynsamlegt sé að selja eignina á þessum tímapunkti. Okkar markmið er að ávaxta eignir samtakanna með sem bestum hætti. Þegar við lögðum mat á fyrirliggjandi tilboð komumst við að þeirri niðurstöðu að á þessum tímapunkti þjónaði áframhaldandi rekstur hótelsins betur því markmiði. Það hefur verið mikil gróska í ferðaþjónustu á Íslandi undanfarin misseri. Næstu skref hjá okkur eru að hefja vinnu við endurbætur á hótelinu til að tryggja að Hótel Saga hafi áfram þann virðulega sess sem það hefur ávallt haft í hugum Íslendinga.“

Skylt efni: Hótel Saga

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...