Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þjóðaröryggisráð telur ekki þörf á að grípa til jafn róttækra aðgerða eins og að loka landinu vegna Wuham- veir­unnar.
Þjóðaröryggisráð telur ekki þörf á að grípa til jafn róttækra aðgerða eins og að loka landinu vegna Wuham- veir­unnar.
Fréttir 6. febrúar 2020

Ekki fýsilegur kostur að loka landinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rögnvaldur Ólafsson, aðal­varðstjóri hjá Almanna­var­nadeild ríkislögreglustjóra, segir ekki fýsilegan kost að loka landinu eins og komið hefur til tals vegna hraðrar útbreiðslu Wuhan-veirunnar.

Í framhaldi af umræðu um þann möguleika að loka þyrfti landinu í allt að sex til tólf mánuði vegna Wuhan-veirunnar, sem fer eins og eldur í sinu um heimsbyggðina, sendi Bændablaðið fyrirspurn til skrifstofu Þjóðaröryggisráðs.

Í fyrirspurn sinni spyr Bænda­blaðið hver sé staða Íslands þegar kemur að fæðuöryggi, lyfjum og öðrum aðföngum ef kemur til þess að loka þurfi landinu í lengri eða skemmri tíma, til dæmis vegna Wuhan-veirunnar eða annarra þátta eins og eldgosa. Er til öryggisáætlun sem tekur á þessum þáttum? Er einhver sem hefur yfirsýn yfir birgðir af mat og lyfjum í landinu og ef svo er til hversu langs tíma? Til hvaða ráðstafana verður gripið séu ekki til nægar birgðir af mat og lyfjum?

Unnið að söfnun upplýsinga

Rögnvaldur Ólafsson, aðal­varð­stjóri hjá Almanna­varna­deild ríkislögreglustjóra, segir að í ástandi eins og við erum í núna sé unnið eftir viðbragðsáætlun sem kallast Landsáætlun vegna heimsfaraldurs-inflúensu.

„Í henni kemur fram að eitt af því sem er gert er að hafa sam­band við aðila sem tengjast matvælaframleiðslu og aðföngum og taka stöðuna hjá þeim.

Meðal þessara aðila eru svo dæmi séu tekin Bændasamtök Íslands og innflutningsaðilar matvæla, olíu og fóðurs og þeir sem tengjast mikilvægum innviðum samfélagsins. Við skoðum stöðu á framleiðslu á mat og birgðum lyfja bæði fyrir menn og dýr.

Þessi vinna var síðast unnin árið 2009 og þar sem ýmislegt hefur breyst síðan þá tekur tíma að safna upplýsingunum og vinna úr þeim.“

Innlend framleiðsla á matvælum getur staðið undir þörfinni

„Samkvæmt því sem við komumst næst nægir innlend framleiðsla á matvælum til að standa undir þörfinni innanlands komi til þess að landinu yrði lokað. Aftur á móti þarf innlend framleiðsla utanaðkomandi aðföng, eins og fóður, olíu og efni í umbúðir og fleira, til að halda fullri framleiðslugetu.

Vegna þess er ekki fýsilegur kostur að loka landinu og í raun óraunhæft og einungis til þess að margfalda þau vandamál sem geta komið upp og eru ekki til staðar í augnablikinu.“

Rögnvaldur segir að vinna við að safna nauðsynlegum gögnum standi yfir og búast megi við niðurstöðu á næstur dögum.

Viðbragðsáætlanir á ábyrgð ríkisins

Í svari frá Ágústi Gunnari Gylfasyni, verkefnisstjóra hjá Almenna­varnadeild ríkislögreglustjóra segir að í VI. kafla laga um almannavarnir (nr. 82/2008) er fjallað um gerð viðbragðsáætlana og þar segir í 15. grein að það sé skylda ríkisvalds að gera viðbragðsáætlanir.

„Einstök ráðuneyti og undir­stofnanir þeirra skulu, í samvinnu við ríkislögreglustjóra, kanna áfallaþol þess hluta íslensks samfélags sem fellur undir starfssvið þeirra. Þá skulu einstök ráðuneyti og stofnanir á þeirra vegum, í samvinnu við ríkislögreglustjóra og í samræmi við lög sem um starfssviðið gilda, skipuleggja fyrirhuguð viðbrögð og aðgerðir samkvæmt viðbragðsáætlun þar sem m.a. er fjallað um eftirfarandi þætti:

Skipulagningu aðgerða.

Viðbúnað viðbragðsaðila, m.a. liðsafla, þjálfun liðsafla og útbúnað og stjórnsýsluviðbúnað.

Samgöngur og fjarskipti.

Framkvæmd ráðstafana á hættustundu.

Samhæfingu og stjórn aðgerða viðbragðsaðila og annarra aðila.

Áfallahjálp og aðstoð við þol­endur.

Hagvarnir, birgðir og neyðar­flutninga til og frá landi.

Ríkislögreglustjóri skal semja viðbragðs­­áætlanir varðandi þá hluta íslensks samfélags sem falla ekki undir starfssvið tiltekins ráðu­neytis.

Viðbragðsáætlanir skulu undir­ritaðar og staðfestar af réttum yfir­völdum.“

Samkvæmt 7. lið er það ábyrgð viðkomandi ráðuneyta að sjá til þess að hægt verði að flytja birgðir til og frá landinu. Ráðuneyti eru meðvituð um þessa ábyrgð.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ber ábyrgð á matvælum

Ágúst segir að heilbrigðis­ráðu­neytið beri ábyrgð á lyfja­málum og atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið á málefnum varðandi matvæli. „Ráðuneytin geta falið einstökum undirstofnunum sínum að annast um einstaka málaflokka eins og gengur og gerist. Ég hef ekki þekkingu til að svara því hvernig ráðu­neytin haga vinnu sinni í ein­stökum málaflokkum.“

Hann segir einnig að almanna­varnir eigi til viðbragðs­áætlanir sem segja fyrir um við­brögð við margvíslegum atburðum. Ein af þeim er Lands­áætlun vegna heimsfaraldurs-inflú­ensu: https://www.almanna­varnir.is/utgefid-efni/lands­aaetlun-um-heimsfaraldur-influensu/?wpdmdl=20834.

Sú áætlun er frá árinu 2016 en unnið er að því að endurskoða hana, að sögn Ágústs.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...