Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Ekki bólar á nýjum reglugerðardrögum um velferð alifugla
Mynd / smh
Fréttir 28. ágúst 2014

Ekki bólar á nýjum reglugerðardrögum um velferð alifugla

Höfundur: /smh

Ný lög um velferð dýra tóku sem kunnugt er gildi hinn 1. janúar síðastliðinn. Ljóst var að uppfæra þurfti reglugerðir um aðbúnað og velferð dýra – til samræmis við hin nýju lög. Skipaðir voru sjö starfshópar til að vinna tillögur til ráðuneytisins fyrir allt búfé og gæludýr. Í byrjun júní var frá því greint í Bændablaðinu að umsagnarferlum um tillögurnar væri lokið, en þá var einnig upplýst úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að ákveðið hefði að skrifa inn nýtt ákvæði um leyfilegan þéttleika alifugla í alifuglaeldi – og senda drögin svo aftur út til umsagnar. Nú, tæpum þremur mánuðum síðar, liggja þessi drög ekki enn fyrir.

Í drögunum, sem síðan voru dregin til baka, var gert ráð fyrir heimild fyrir enn þéttbærari alifuglaeldi en tíðkast hefur hingað til. Þau mættu mikilli andstöðu, meðal annars frá Dýraverndarsambandinu og samtökunum Velbú. Í umsögn frá Dýraverndarsambandinu um drögin sagði meðal annars að engan veginn væri réttlætanlegt að auka enn á þrengsli alifugla með því að leyfa allt að 39 eða 42 kg á fermetra, þótt með skilyrðum sé. Það væri ekki samrýmanlegt laga né reglugerðar um dýravelferð.

Unnið að öflun upplýsinga

Þá hefur heldur ekki verið unnið úr öðrum reglugerðadrögum um velferð búfjár og gæludýra. Rebekka Hilmarsdóttir, lögfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, segir að frekari upplýsingar um vinnslu reglugerðanna liggi ekki fyrir að svo stöddu. „Varðandi reglugerð um velferð alifugla er verið að afla upplýsinga og gagna vegna athugasemda umsagnaraðila.

Það fer eftir umfangi og efni reglugerðar hversu langan tíma tekur að vinna reglugerð eftir að umsagnaferli lýkur. Þá fer það einnig eftir efni og umfangi athugasemda hversu hratt er unnt að vinna úr athugasemdunum. Það er því mjög misjafnt hversu langur tími líður frá því að umsagnaferli lýkur þar til reglugerð er birt. Hafa þarf einnig í huga að hér er um að ræða sjö reglugerðir sem sækja lagastoð sína í nýjan lagabálk.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...