Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Varan sem hér er merkt sem „spínat“ inniheldur ekki spínat, sem hefur latneska heitið „spinacia oleracea“, heldur spínatkál sem hefur latneska heitið „brassica rapa“.
Varan sem hér er merkt sem „spínat“ inniheldur ekki spínat, sem hefur latneska heitið „spinacia oleracea“, heldur spínatkál sem hefur latneska heitið „brassica rapa“.
Mynd / Sigurður Már Harðarson
Fréttir 29. september 2025

Ekkert spínat að finna í vöru merkt sem „spínat“

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vara frá Lambhaga hefur ranglega verið merkt sem „spínat“ á undanförnum vikum í verslunum.

Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur (HER) barst í sumar kvörtun frá neytanda um breyttar merkingar á vörunni „spínatkál“ frá Lambhaga – þar sem vöruheitið „spínat“ væri komið í staðinn með latneska heitinu „brassica rapa“. Rétt latneskt heiti á spínati er hins vegar „spinacia oleracea“.

HER gaf Lambhaga mánaðarfrest til endurmerkinga, eða til 1. ágúst. Í eftirlitsferðum í september var hins vegar verið staðfest að varan hefur enn ekki verið endurmerkt. Var í framhaldinu haft samband við fyrirtækið og ítrekað að endurmerkja skyldi vöruna. Í skýringum frá Lambahaga til HER kom fram að nýir miðar væru enn í prentun og staðfesting á nýju útliti miða hefur nú borist þar sem varan er skýrt merkt spínatkál. Anna Jóhannesdóttir, heilbrigðisfulltrúi HER, segir að málinu verði áfram fylgt eftir.

Sambærilegt mál Lambhaga frá 2016

Sambærilegt mál kom upp árið 2016, þegar Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur barst kvörtun frá Hollt og gott vegna merkinga á vöru frá Lambhaga, sem „Lambhagaspínat“.

Við rannsókn og eftirlit HER á málinu kom í ljós að um var að ræða káltegundina „brassica rapa“. Samkvæmt upplýsingum frá Lambhaga til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur var um að ræða Komatsuna-fræ sem nefnast „Japanese mustard spinach“ á ensku.

Í framhaldinu var farið fram á að Lambhagi breytti um merkingar, enda talið villandi að merkja kál sem spínat. Niðurstaða Lambhaga var að merkja kálið sem spínatkál og leitaði HER staðfestingar MAST á því hvort að sú merking væri heimil.

Þar sem spínat er notað í samsettum orðum og þekkist í t.d. Fjallaspínat taldi MAST að heitið uppfyllti skilyrðin og hefur Lambhagi merkt Brassica rapa með íslenska heitinu spínatkál siðan. Latneska heitið hefur verið látið fylgja en heilbrigðiseftirlitið telur að það sé þá enn skýrara fyrir neytendur að ekki sé um að ræða spínat þ.e. spinacia oleracea. /smh

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...