Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ekkert hálfkák og sút
Líf og starf 15. nóvember 2022

Ekkert hálfkák og sút

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hermann Jóhannesson hagyrðingur hélt uppá áttræðisafmæli sitt fyrir skömmu með því að senda frá sér bók með kvæðum sínum og lausavísum.

Í bókinni, sem heitir Ekkert hálfkák og sút, er að finna vel á annað hundrað vísur og nokkur kvæði.

Í kynningu um bókina segir að þegar margir héldu að hin forna list lausavísunnar hefði lotið í lægra haldi fyrir nútímanum, varð undur og hún gekk í endurnýjun lífdaga, öllum að óvörum.

Þar segir að kannski hafi það verið miðlunartækni nútímans, internetið, sem blés lífi í hefðbundna vísnagerð. Daglega fljúga lausavísur, ferskeytlur og limrur manna á milli á netinu.

Höfundurinn er fæddur að Kleifum í Gilsfirði árið 1942 og fagnar því áttatíu ára afmæli á árinu. Hermann var lengi þingfréttaritari og í bókinni er að finna ýmsar vísur um ráðherra og alþingismenn.

Bókin er tekin saman af Ragnari Inga Aðalsteinssyni auk þess sem hann annaðist útgáfuna og ritaði inngang og skýringar.

Bókaútgáfan Sæmundur sá um útgáfuna.

Skylt efni: Bækur | bókaútgáfa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...