Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ekkert eftirlit með innfluttri lífrænt vottaðri matvöru
Fréttir 13. febrúar 2015

Ekkert eftirlit með innfluttri lífrænt vottaðri matvöru

Höfundur: smh
Ekkert eftirlit er með matvöru sem flutt er til landsins sem lífrænt vottuð, frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Að sögn Einars Arnar Thorlacius, lögfræðings hjá Matvælastofnun, sem hefur lögbundið eftirlitshlutverk, hefur þessi málaflokkur að einhverju leyti orðið útundan. 
 
„Matvælastofnun býr við naumar fjárveitingar og mannskap og verður að forgangsraða málum. Við þá forgangsröðun hefur málaflokkurinn lífræn framleiðsla orðið sem sagt nokkuð útundan og kannski ekki fengið þá athygli sem hann á skilið.
 
Matvælastofnun fylgist fyrst og fremst með innflutningi á matvælum frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins, enda frjálst flæði vöru innan þess svæðis eins og kunnugt er.  Ekki er sérstaklega fylgst með lífrænni vottun við innflutning á vörum frá þriðju ríkjum [utan EES] umfram þær skyldur sem reglugerð um eftirlit með innflutningi á dýraafurðum frá ríkjum utan EES, leggur Matvælastofnun á herðar. 
 
Það liggur þó fyrir að Bandaríkin eru á lista yfir þriðju lönd sem heimilt er að flytja inn vörur frá og inn á EES.  Það merkir að það sem er vottað lífrænt í Bandaríkjunum samræmist stöðlum sem í gildi eru í ESB.
Reglugerð ESB/1235/2008 gildir um innflutning á lífrænum vörum frá þriðju ríkjum. Það ber þó að hafa í huga að Ísland hefur ekki enn tekið upp „nýjustu“ (frá 2008) ESB-reglugerð um lífræna framleiðslu. Gamla reglugerðin heldur því enn gildi sínu (ísl.nr. 74/2002),“ segir Einar.
 
Eftir því sem næst verður komist er ekki heldur fylgst með því magni af matvöru sem flutt er inn til landsins, sem lífrænt vottuð. Engin tollnúmer eru til fyrir þessar vörur, nema nú nýlega fyrir lífrænt vottaða mjólk. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið úthlutaði tollkvóta fyrir þá vöru frá 10. nóvember á síðasta ári sem gildir til 1. maí á þessu ári. 
 
Vegna skorts á þessum upplýsingum er erfitt að átta sig á hver eftirspurnin eftir þessum vörum er í raun og veru. 

3 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...