Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Steinþór Skúlason.
Steinþór Skúlason.
Fréttir 3. ágúst 2017

Ekkert ákveðið um afurðaverð til sauðfjárbænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að stjórn SS hafi ekki tekið ákvörðun um afurðaverð til bænda. Hann segir að eins og staðan sé í dag sé útlagt tap með hverju kílói hjá afurðastöðvunum.

„Eins og staðan er í dag liggur ekkert fyrir um afurðaverð til sauðfjárbænda í haust né heldur hvernig greiðslur verða inntar af hendi og því ekkert um það mál að segja eins og er.“

Leyfi til sameiginlegs útflutnings ekki veitt

„Við eins og aðrir sláturleyfishafar vorum að bíða eftir því hvort veitt yrði heimild til sameiginlegs útflutnings á lambakjöti. Nú liggur fyrir að svo verður ekki. Það er því verkefni hvers og eins sláturleyfishafa að skoða sína stöðu, meta horfur og ákveða með framhaldið eins og fyrri ár.“

150 tonna umframbirgðir

Að sögn Steinþórs á SS um eitt hundrað og fimmtíu tonnum meira af kindakjöti í birgðum en æskilegt er. „Það er hundrað og fimmtíu tonnum meira en við vildum eiga. Hundrað og fimmtíu tonn eru rúmlega eins mánaðar sala en við hefðum gjarna viljað vera sem næst því birgðalaus í upphafi sláturtíðar.“

Tap á slátrun og sölu kindakjöts

Þrátt fyrir að Sláturfélagið sé ekki búið að ákveð afurðaverð til bænda segir Steinþór ljóst að það sé verulegt tap á sauðfjárslátrun og því að selja kindakjöt og því nokkuð ljóst að verð muni lækka til bænda frá því sem það var á síðasta ári.

„Afkoma afurðastöðvanna hvað varðar sauðfjárslátrun er grafalvarleg og engin þeirra að sækjast eftir auknu innleggi því það er einfaldlega útlagt tap með hverju kílói. Það þýðir að bændur komast ekki í ný viðskipti og sláturhúsin eru ekki að sækjast eftir þeim. Eins og staðan er í dag er líka spurning um það hvort einhver fæst til að taka við innlegginu ef sláturhús loka,“ segir Steinþór Skúlason.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...