Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eiturmyndandi bakteríur í vatnsbólum
Mynd / VH
Fréttir 5. október 2020

Eiturmyndandi bakteríur í vatnsbólum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna mánuði hafa ríflega 350 fílar fundist dauðir í Afríku­ríkinu Bótsvana. Framan af var ekki vitað hver ástæðan var en nú er talið að eiturmyndandi bakteríur sem lifa í vatnsbólum fílanna sé ástæðan.

Svæðið sem fílarnir fundust á kallast Okavango og í fyrstu var talið að dýrin hefðu smitast af vírus sem þekktur er í nagdýrum á svæðinu. Nýjar rannsóknir benda hins vegar til að orsökina sé að finna hjá eiturmyndandi bakteríum sem hafi fjölgað hratt í vatnsbólum fílanna.

Um 70% fílanna sem drápust fundust í nágrenni við vatnsból. Ekki er enn vitað af hverju einungis fílar sem sóttu vatnsból á svæðinu drápust og af hverju dauði þeirra er bundinn við eitt svæði. Ein tilgáta er að fílar drekki mikið af vatni í einu og að þeir eyði miklum tíma í vatni til að baða sig.

Samkvæmt yfirlýsingu yfirvalda í landinu verða í framtíðinni gerðar mælingar á magni baktería í vatnsbólum sem fílar sækja og reynt að koma í veg fyrir frekari dauða þeirra.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...