Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Danskar eftirlitsstofnanir fundu of mikið magn þrávirkra eiturefna í eggjum. Efnið berst upp fæðukeðjuna í menn og getur valdið neikvæðum heilsufarsáhrifum.
Danskar eftirlitsstofnanir fundu of mikið magn þrávirkra eiturefna í eggjum. Efnið berst upp fæðukeðjuna í menn og getur valdið neikvæðum heilsufarsáhrifum.
Mynd / Louis Hansel
Utan úr heimi 21. febrúar 2023

Eiturefni fundust í lífrænum eggjum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

PFAS efni (e. per- and polyfluorinated alkyl substances) greindust í eggjum sem framleidd eru í Danmörku.

Orsökin er rakin til fiskimjöls sem innhélt áðurnefnt efni í of háu magni. Áhyggjur eru af neikvæðum áhrifum á heilsu einstaklinga sem neyta lífrænu eggjanna í miklu magni. Sama efni fannst í eggjum sem framleidd eru á hefðbundinn máta, en í minna magni. DTU Fødevareinstituttet greinir frá í fréttatilkynningu.

PFAS efni finnast meðal annars í viðloðunarfríum pottum og pönnum, ásamt vatnsfráhrindandi fatnaði. PFAS efni geta haft neikvæð áhrif á æxlun og eru talin vera krabbameinsvaldandi. Þessi efni eru kölluð þrávirk þar sem þau brotna ekki að fullu niður í náttúrunni og eru mörg ár að leysast upp í líkamanum eftir inntöku. Þetta er dæmi um efni sem berst upp fæðukeðjuna, en í þessu tilfelli var leiðin frá fiskum upp í hænsn og þaðan í fólk.

Umrætt efni fannst í eggjum frá lífrænum eggjaframleiðendum um alla Danmörku í rannsókn sem framkvæmd var af DTU Fødevareinstituttet í samstarfi við Fødevarestyrelsen. Magnið sem fannst er yfir mörkum sem Evrópusambandið setti á matvæli 1. janúar síðastliðinn. Líklegt er talið að sambærilegt hámark PFAS efna verði sett á dýrafóður til að koma í veg fyrir að atvik sem þessi endurtaki sig.

Áður en áðurnefnd mörk voru sett á matvæli er hugsanlegt að PFAS innihald hafi oft náð þeim mörkum sem mældust í lífrænu eggjunum núna. Þessi efni eru skaðvaldar hjá öllum aldurshópum, en sérstaklega er tekið fram að börn á aldrinum fjögurra til níu ára sem borða að meðaltali tvö og hálft egg á viku, innbyrði of mikið magn eiturefnanna, þegar styrkleiki efnisins er sá sem hann mældist núna.

Kit Granby, hjá DTU Fødevareinstituttet, segir fóðurframleiðendur í Danmörku leita leiða til að skipta út fiskimjöli fyrir aðrar fóðurtegundir. Með því ætti magn PFAS í eggjum frá hænum sem innbyrtu eiturefnin að minnka um helming á fjórum til sjö dögum. Granby er bjartsýn á að með því verði þetta tiltekna vandamál úr sögunni.

Skylt efni: Lífræn ræktun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...