Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Eitt ár frá innleiðingu Skráargatsins á Íslandi
Fréttir 19. nóvember 2014

Eitt ár frá innleiðingu Skráargatsins á Íslandi

Nú er um eitt ár liðið frá frá því að Skráargatið, samnorrænt merki fyrir hollari matvörur, var innleitt á Íslandi.

Skráargatið á að aðstoða neytendur við að velja hollari matvörur. Matvælastofnun og Embætti landlæknis standa sameiginlega á bak við Skráargatið og fagna nú sameiginlega fyrsta ári þess á íslenskum markaði.
Í tilkynningu Matvælastofnunar segir að Slagorð Skráargatsins sé „Einfalt að velja hollara“. Í því felist einmitt grundvallarmarkmið merkisins, það er að einfalda neytendum val á hollari matvöru. 

„Ef varan ber merkið þýðir það að hún uppfyllir ákveðin skilyrði varðandi innihald næringarefna sem skilgreind eru fyrir hennar matvælaflokk. Hún inniheldur þá minni og hollari fitu, minni sykur, minna salt og meira af trefjum og heilkorni en aðrar vörur í sama flokki sem ekki uppfylla skilyrðin til að bera Skráargatið.

Á þessu fyrsta ári frá innleiðingu Skráargatsins hefur mátt sjá að matvælafyrirtæki eru að nýta sér merkið í auknum mæli til þess að beina athygli neytenda að vörum sínum og þróa hollari vörur í samræmi við markmið og skilyrði Skráargatsins. Þetta er mjög æskilegt þróun því hún stuðlar að auknu úrvali af hollum matvælum á markaði. Þessi aukning skráargatsmerktra vara á markaði sýnir að neytendur hafa tekið vel á móti Skráargatinu.

Þar sem Skráargatið er opinbert merki er mikilvægt að fylgjast vel með þeim vörum sem nota merkið. Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga fylgjast sérstaklega með því að farið sé eftir reglum um notkun Skráargatsins og geta neytendur á Íslandi treyst því að svo er.

Við eigum enn langt í land til að geta borið okkur saman við samstarfsþjóðirnar um Skráargatið, Svíþjóð, Noreg og Danmörku, en þróun Skráargatsins hér á landi sýnir að við erum á réttri leið og því ber að sjálfsögðu að fagna líka.“

Frekari upplýsingar er að finna á vefslóðinni skraargat.is.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...