Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Þórarinn Ingi Pétursson, sauðfjárbóndi og alþingismaður.
Þórarinn Ingi Pétursson, sauðfjárbóndi og alþingismaður.
Mynd / Aðsend
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosningum.

Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarmaður er 10. þingmaður Norðausturkjördæmis og bóndi á Grund í Grýtubakkahreppi.

Á síðasta þingi sátu fjórir þingmenn sem telja má til bændastéttar með góðum vilja, sem starfandi eða fyrrverandi bændur; Ásmundur Einar Daðason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Haraldur Benediktsson og Þórarinn Ingi Pétursson.

Hefði viljað fleiri bændur á þing

Spurður um stöðu mála segir Þórarinn Ingi að hann hefði viljað hafa fleiri bændur á þingi og reyndar almennt fleira fólk beint úr atvinnulífinu. Þróunin hafi þó verið í þessa átt á undanförnum árum, að þeim fari fækkandi.

„Þingmennskan er gríðarlega krefjandi starf og hálfgert brjálæði vinnulega séð að standa í þessu saman, en konan mín, Hólmfríður Björnsdóttir, sér alveg um búskapinn á meðan ég er fjarverandi. Börnin okkar eru vaxin úr grasi en koma og hjálpa til á álagstímum, eins og reyndar núna,“ segir Þórarinn, en blaðamaður náði tali af honum á fengitíma sauðfjár seint í desember.

Þórarinn Ingi segist vera með um 500 vetrarfóðraðar kindur og fylgjast spenntur með þróuninni á ræktun á sauðfé með verndandi arfgerðir gegn riðu – og horfir til þess að kaupa hrúta á árinu með þessa erfðabreytileika.

„Það er mjög gleðilegt að fylgjast með hversu hröð þróunin hefur orðið í þessari ræktun og þessum mikla áhuga sem er hjá ungum bændum í dag. Afkoman hefur aðeins skánað hjá sauðfjárbændum en það þarf enn að laga til í þessum málum og það er krafa um að sköpuð séu skilyrði hjá löggjafanum um enn betri kjör, því við eigum að framleiða miklu meira af mat hér á landi,“ segir Þórarinn, sem var formaður Landssamtaka sauðfjárbænda á árunum 2012 til 2016.

Bændur áður fyrr atkvæðameiri á Alþingi

Áður fyrr voru bændur atkvæðameiri á Alþingi. Tveir sannkallaðir Bændaflokkar hafa verið starfandi á Íslandi. Sá fyrri var stofnaður árið 1912 af nokkrum bændum sem áttu sæti á Alþingi og þegar þing kom saman 1913 var þingflokkurinn formlega stofnsettur með aðkomu þriggja þingmanna úr Sambandsflokknum. Alls sátu 16 þingmenn á Alþingi fyrir eldri Bændaflokkinn.

Fyrir landskjörið 1916 klofnaði flokkurinn og klofningsframboðið Óháðir bændur varð til. Bændaflokkurinn fyrri rann svo inn í Framsóknarflokkinn við stofnun hans árið 1916. Seinni Bændaflokkurinn var stofnaður í desember 1933, eftir klofning úr Framsóknarflokknum. Hann var lagður niður á árinu 1942 eftir að hafa náð 6,5 prósenta fylgi í alþingiskosningunum 1934 og fengið þrjá þingmenn kjörna en sex prósenta fylgi árið 1937 og tvo menn kjörna.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f