Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hér sést Gunnlaugur M. Sigmundsson í Ford herjeppanum. Hann hefur átt jeppann frá 2005 og hefur lagt mikla vinnu í að koma honum í sem upprunalegasta ástand.
Hér sést Gunnlaugur M. Sigmundsson í Ford herjeppanum. Hann hefur átt jeppann frá 2005 og hefur lagt mikla vinnu í að koma honum í sem upprunalegasta ástand.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 13. desember 2022

Einn af fyrstu Ford herjeppunum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Gunnlaugur M. Sigmundsson er forfallinn áhugamaður um gamla herjeppa. Flestir tengja þessi ökutæki við framleiðandann Willys, en á meðan síðari heimsstyrjöldinni stóð náði áðurnefndur framleiðandi ekki að anna gífurlegri eftirspurn og því voru þeir einnig smíðaðir af Ford. Hann á einn úr smiðju Ford, árgerð 1941, með lágt serial- númer og því má áætla að hann hafi verið með þeim fyrstu í röð milljóna sem framleiddir voru.

Gunnlaugur keypti Ford herjeppann árið 2005 þar sem hann var í geymslu í hlöðu norður í Eyjafirði. Þá var hann í nothæfu ástandi, en þurfti uppgerð sem Gunnlaugur leysti af hendi eftir að bíllinn hafði verið fluttur í Kópavoginn. Númerið á bílnum í dag er R-2900, sem tilheyrði föður Gunnlaugs, sem átti alveg eins bíl.

Var hjá hernum á Reyðarfirði

Eigendasaga þessa bíls er ekki alveg þekkt, en heimildir herma að fyrst hafi hann átt að fara á vígstöðvarnar í Evrópu, en endað hjá bandaríska hernum á Reyðarfirði.

Eftir að herinn fór voru allavega tveir aðilar sem áttu bílinn á Austurlandi, m.a. Tómas Emilsson og var hann þá með númerið U-73. Þórarinn Einarsson eignaðist bílinn síðar og gaf Pétri Maack Þorsteinssyni bílinn á áttunda áratugnum, en þá var hann ekkert nema bílhræ. Pétur gerði hann alveg upp og þegar hann var settur aftur á skrá árið 1979 fékk hann númerið Y-176, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem birtist í 24. tölublaði Vikunnar 1979.

Fyrstur til að gera upp bílinn var Pétur Maack Þorsteinsson. Þegar hann eignaðist Fordinn á áttunda áratugnum var hann ekkert annað en bílhræ. Á níunda áratugnum var jeppinn notaður í kvikmyndir. Mynd / Tímarit.is

Í tveimur kvikmyndum

Pétur rak varahlutaverslun í Kópavogi og var með bíla- verkstæði á Nýbýlaveginum. Reynir Freyr Pétursson, barnabarn Péturs, man ágætlega eftir þessum bíl. Hann segir að Fordinn hafi verið notaður sem leikmunur í tvær íslenskar kvikmyndir á níunda áratugnum, þ.e. Stuðmannamyndina Hvíta máva og hryllingsmyndina Tilbury frá árinu 1987.

Pétur seldi bílinn árið 1988 og voru þrír eigendur að honum áður en Gunnlaugur fékk hann í sínar hendur. Bílnum hafði verið haldið við í gegnum tíðina, en ekki var mikið lagt upp úr að nota varahluti úr réttum bíl – heldur það sem var aðgengilegt hverju sinni. Þar með enduðu til að mynda íhlutir úr nýrri Willys bílum, sem ekki áttu heima í upprunalegum Ford jeppa. Þetta leiddi af sér ósætti þegar safnari keypti bílinn í byrjun aldarinnar í þeirri trú að herjeppinn væri orginal. Áðurnefndur safnari fékk því í gegn að kaupin gengju til baka og eignaðist Gunnlaugur jeppann skömmu síðar.

Skylt efni: saga vélar | herjeppi

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...