Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hótel Saga
Hótel Saga
Mynd / HKr
Fréttir 23. júní 2021

Einkaviðræður um sölu Bændahallarinnar hafnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sala á Bændahöllinni sem hýst hefur starfsemi Hótel Sögu í 59 ár virðist vera vel á veg komin. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins eru viðræður sagðar á viðkvæmu stigi, en miðar vel við hóp íslenskra fjárfesta.

Hafa samningsaðilar sent frá sér eftirfarandi  tilkynningu sem undirrituð er af Sigurði Kára Kristjánssyni  hæstaréttarlögmanni. Hann var skipaður tilsjónarmaður með fjárhagslegri endurskipulagningu Bændahallarinnar sem veitt var heimild til í júlí á síðasta sumri. Í tilkynningunni segir:

„Stjórn Bændahallarinnar ehf., félags í eigu Bændasamtaka Íslands, hefur samþykkt að hefja einkaviðræður við hóp fjárfesta, sem meðal annars tengjast Hótel Óðinsvé, um sölu á fasteign sinni, Bændahöllinni við Hagatorg 1 í Reykjavík, sem hýst hefur starfsemi Hótel Sögu um áratuga skeið.

Gangi kaupin eftir áforma nýir eigendur áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni.“

Skylt efni: Hótel Saga

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...