Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fréttir 14. nóvember 2024

Einkageirinn brýndur til einbeittari verka

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á COP29 á m.a. að hvetja einkageirann til meiri samvinnu við hið opinbera og loftslagsfjármálin verða tekin til kostanna.

Aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, COP29, fer fram 11. til 22. nóvember í Bakú í Aserbaísjan. Helstu umfjöllunaratriði þingsins nú, hins 29. í röðinni, eru að brúa bilið í loftslagsfjármálum fyrir sprota- og þróunarmarkaði, lausnir í hreinni orku og samgöngum, að efla hringlaga hagkerfishætti, þróa umbreytingarleiðir í hreint núllhagkerfi og sjálfbær landnýting og skógvernd.

Flýta verður framförum

Heimsloftslagsráðstefnan 2024 fer svo fram 17. nóvember. Lykiláherslan verður á loftslagsfjármál og framkvæmd þess að halda 1,5 gráða markmiðinu innan seilingar. Talið er að knýja þurfi hratt fram auknar fjárhagslegar skuldbindingar, frá bæði opinbera- og einkageiranum, til að flýta fyrir framförum. Þá er stefnt að sameiginlegri ákvörðun forystufólks aðildarríkjanna á ráðstefnunni um að auka orkugeymslugetu á heimsvísu í 1.500 GW fyrir árið 2030.

Ráðstefnan í Bakú miðar að því að efla verulega áhrif samvinnu hins opinbera og einkageirans til að ná fram þeirri stefnu, nýjungum og fjárfestingum sem krafist er í raunhagkerfinu til að ná 2030-umbreytingarmarkmiðum og nettó-núll og náttúrujákvæðum heimi fyrir 2050. Búist er við um 50 þúsund þátttakendum.

COP16 lokið

COP16, aðildarríkjaþing rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, fór svo fram í Kólumbíu, 21. október til 1. nóvember undir yfirskriftinni Friður við náttúruna. Hún þótti skila takmörkuðum árangri og tókst aðildarríkjum t.d. ekki að koma sér saman um hvernig herða mætti á fjármögnun til tegundaverndar.
Ísland hefur skuldbundið sig til að vernda 30% land- og hafvistkerfa fyrir árið 2030.

Skylt efni: COP29

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f