Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Einfalt og gott um jólin
Matarkrókurinn 20. desember 2024

Einfalt og gott um jólin

Höfundur: Hafliði Halldórsson

Allir vilja hafa hlutina eftir sínu höfði um jólin og hefðirnar í flestum fjölskyldum ráða því hvað fer á hátíðarborðið, a.m.k. hvað aðalatriðin varðar.

Það er helst að ögn af tilraunamennsku fái rými í forréttum, meðlæti og eftirréttum, sem ég ætla að bjóða upp á að þessu sinni, eða vonandi. Margt af þessu má vel geyma í kæli dögum og jafnvel vikum saman og minnka þannig álagið á þeim sem sjá um eldamennskuna. Forréttir og eftirréttir eru líka tilvaldir í jólaboðið í hlaðborðsútgáfum. Hvað varðar stórsteikur úr lambi, nauti, grís, kalkún og villibráð vil ég alltaf ráðleggja notkun á kjöthitamælum til að minnka líkur á mistökum sem þannig getur sparað lesendum stórfé, svo ekki sé minnst á öll vonbrigðin.

Fyrir ögn meira af jólamat þá er vert að benda á hugleiðingar um hangikjöt í jólamatinn sem birtust í blaðinu 21. nóvember sl.

Gleðilega hátíð!

Sveitapaté

Forréttir – smáréttir

Egg með rækjusalati og piparrót

5 harðsoðin egg
50 g pillaðar rækjur
3 msk. majones
1 tsk. dijon sinnep
1⁄2 tsk. rifin piparrót
1 msk. saxað ferskt dill
Til skrauts pillaðar rækjur

Skerið eggin í tvennt fyrir miðju og skerið ögn af báðum endum til að eggið geti staðið. Blandið öllu öðru saman í gott salat og smakkið til með salti og sítrónusafa. Setjið salat ofan á eggin og skreytið með rækjum.

Egg með grásleppuhrognum og graslauk

5 harðsoðin egg
Grásleppuhrogn
1 msk. saxaður graslaukur

Skerið eggin í tvennt fyrir miðju og skerið ögn af báðum endum til að eggið geti staðið. Setjið hrogn og graslauk á eggin.

Sveitapaté með pistasíum og hrærðum krækiberjum

1,1 kg grísakjöt
230 g grísalifur
1 laukur saxaður
2 hvítlauksgeirar saxaðir
70 g hveiti
2 egg
20 g salt
1 dl rjómi
1⁄2 dl koníak
1⁄2 tsk. timían
1⁄2 tsk. mulinn negull
1⁄2 tsk. mulið broddkúmen
1⁄2 tsk. mulið allrahanda
100 g pistasíur, grófskornar

Lykilatriði hér er að halda öllum hráefnum köldum á meðan unnið er. Hakkið kjöt og lifur og blandið vel saman í skál ásamt saltinu. Bætið því næst kryddi, rjóma, eggjum, pistasíum og koníaki við og hrærið saman. Setjið í form og bakið í vatnsbaði á 160 °C þar til kjarnhiti nær 65 gráðum. Berið fram með hrærðum krækiberjum.

Hrærð krækiber

200 g frosin krækiber
1⁄2 dl rauðvínsedik
1 & 1⁄2 dl strásykur

Hrærið varlega saman og geymið í kæli yfir nótt. Þessi ofureinfalda uppskrift er tilbrigði við sænska aðferð þar sem týtuber eru framreidd á sama hátt.

Egg með grásleppuhrognum og graslauk

Kaldar sósur á jólaborðið

Hunangssinnep

2 dl Dijon sinnep
1 dl fljótandi hunang
1 tsk. eplaedik

Blandið saman og smakkið til með salti. Tilvalið með gröfnu kjöti og paté.

Hindberjasósa

100 g frosin hindber
1⁄2 dl eplaedik
1 dl matarolía
2 msk. fljótandi hunang
Salt

Setjið berin, edik og hunang í matvinnsluvél og maukið, hellið olíunni í mjórri bunu saman við, smakkið til með salti. Tilvalið með gröfnu kjöti og paté.

Meðlæti með jólasteikinni

Sultaðar gulrætur með eldpipar og fennel

500 g gulrætur
2,5 dl vatn
2,5 dl eplaedik
320 g sykur
1⁄2 tsk. þurrkaðar eldpiparflögur
2 tsk. fennelfræ

Skerið gulrætur í hæfilega bita og sjóðið þar til eru mjúkar, kælið og setjið í hreinar krukkur. Sjóðið upp á vatni, ediki, sykri og kryddinu, kælið og hellið yfir gulræturnar og lokið.

Sultaðar rauðrófur

500 g rauðrófur
2,5 dl vatn
2,5 dl rauðvínsedik
320 g sykur
1 appelsína, börkur skorinn í strimla og safinn
1 kanilstöng
1 stk. stjörnuanís
1 tsk. salt

Skolið og burstið rauðrófurnar vandlega og fjarlægið alla mold, sjóðið í 20–30 mín. eftir stærð, þar til eru mjúkar, hellið vatninu af, kælið og skrælið. Skerið í sneiðar eða teninga að vild, og setjið í hreinar krukkur. Blandið öllum öðrum hráefnum í pott og látið suðuna koma upp. Takið af hitanum og látið bíða í nokkrar mínútur áður en leginum er hellt í krukkurnar. Lokið og geymið í kæli í a.m.k. 3 daga áður en þið notið rauðrófurnar.

Bakaðir laukar

10 litlir laukar
2 msk. smjör
2 msk. olía
Timjan kvistan
Salt

Skerið rótina af laukunum, rífið stóra örk af álpappír, setjið allt hráefnið í miðjuna og lokið vandlega. Bakið á 150 °C í 30 mínútur, leyfið að kólna og fjarlægið svo hýðið. Geymist vel í kæli í nokkra daga.

Sultaður rauðlaukur

2–3 rauðlaukar
2 dl vatn
2 dl rauðvínsedik
200 g sykur
2 tsk. rósapipar heill
1 tsk. svartur pipar heill

Skrælið og saxið laukinn eða skerið í strimla og setjið í hreina krukku. Sjóðið upp á hinum hráefnunum og hellið yfir laukinn.

Brúnkál

500 g hvítkál
2 msk. smjör
1 dl þurrt hvítvín (eða mysa)
3 msk. hvítvínsedik
1⁄2 dl ljóst síróp
1 kanelstöng
1 lárviðarlauf
1 stjörnuanís
2 negulnaglar
Salt
Hvítur pipar

Skerið kálið í strimla, bræðið smjör í víðum potti og bætið kálinu í ásamt víni, ediki, sírópi, kanel, lárviðarlaufi, stjörnuanis og negul. Sjóðið á hægum hita undir loki í 1-1⁄2 klst. og hrærið reglulega í svo að brenni ekki. Smakkið til með salti og hvítum pipar og berið fram heitt.

Rauðkál með sólberjasafa

1⁄2 rauðkálshaus
2 dl rauðvínsedik
2 dl sólberjasafi
2 dl sykur
2 stk. lárviðarlauf
1 kanilstöng
1 tsk. salt
2 msk. smjör

Skerið kálið í þunna strimla, setjið allt hráefnið í pott og sjóðið við vægan hita í 1 klst.

Regnbogagulrætur

300 g regnbogagulrætur
1 msk. smjör
1 tsk. sykur
1 msk. ólífuolía

Skrælið og skerið gulræturnar í hæfilega stærð, setjið í eldfast form ásamt hinum hráefnunum og lokið með álpappír. Bakið í ofni á 130 °C í 30 mínútur eða þar til gulræturnar eru eldaðar í gegn. Berið fram með vökvanum úr forminu, ferskum kryddjurtum og ögn af sjávarsalti.

Hasselback-kartöflur

Kartöflur
Smjör
Salt
Hvítlaukur

Veljið kartöflur af þeirri stærð sem hentar ykkur, skolið og skerið ofan í kartöflurnar með beittum hníf með jöfnu millibili en varist að fara alveg í gegn. Setjið í eldfastan bakka, saltið og setjið ríflega af smjöri yfir ásamt þunnt sneiddum hvítlauk, eldið í ofni á 180 °C þar til kartöflurnar eru eldaðar í gegn og ausið reglulega smjöri yfir á eldunartímanum.

Pikklað grænmeti

Créme Brulée

1/2 l rjómi
75 g sykur
1 vanillustöng, klofin að endilöngu
160 g eggjarauður

Setjið rjóma og sykur í pott ásamt vanillu og sjóðið upp á, takið af hitanum og látið kólna um nokkrar gráður. Setið eggjarauður í víða skál og þeytið viðstöðulaust á meðan rjómanum er bætt saman við í skömmtum, lítið fyrst og síðan má auka magnið eftir því sem líður á. Setjið í eldfastar skálar og bakið í vatnsbaði við 120 °C í um 40 mínútur. Þegar eftirrétturinn er borinn fram, stráið ögn af hrásykri yfir og brennið með gasloga.

Hvít súkkulaðikaka með appelsínukremi

300 g smjör
400 g hvítt súkkulaði
300 g sykur

80 g hunang
200 g rjómi
180 g hveiti
6 egg

Bræðið smjör í potti, setjið rjóma, sykur og hunang í annan pott og hitið að suðu. Setjið súkkulaði í stóra skál og hellið vel heitu smjörinu yfir og hrærið saman. Bætið rjómablöndunni saman við, því næst eggjum og síðast hveitinu. Bakið í ofnskúffu með bökunarpappír undir á 130 °C í 50 mínútur. Kælið kökuna, skerið í passlega bita og berið fram með appelsínukreminu.

Appelsínukrem

1 appelsína
1 sítróna
100 g sykur
2 heil egg
50 g kalt smjör í bitum

Við notum ysta lagið af berkinum á ávöxtunum, rífið af með fínu rifjárni og setjið í víða skál, kreistið safann og setjið í skálina ásamt sykri og eggjum. Þeytið viðstöðulaust yfir vatnsbaði þar til blandan þykknar. Takið af hitanum og pískið smjörinu saman við og kælið.

Eftirréttir

Skylt efni: Jól

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f