Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá byggakrinum í Bjálmholti í Holtum.
Frá byggakrinum í Bjálmholti í Holtum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 10. desember 2020

Eimverk sækir um vernd fyrir íslenskt viskí

Höfundur: smh

Hjá Matvælastofnun er nú til umfjöllunar umsókn frá Brugghúsinu Eimverki um að afurðaheitið „Íslenskt viskí“ verði skráð sem verndað afurðaheiti á Íslandi á grundvelli uppruna. Eimverk sækir eitt um þessa vernd en umsóknin var þó unnin í samstarfi við viskíframleiðendurna Thoran distillery og Reykjavík distillery. Eimverk bruggar viskí úr 120 tonnum af íslensku byggi árlega og er með eigin ræktun. 

Eva María Sigurbjörnsdóttir er framleiðslustjóri hjá Eimverki. Hún segir að þau vilji að það viskí sem er stimplað íslenskt sé sannarlega framleitt á Íslandi.

„Við höfðum evrópsku og skosku löggjöfina til hliðsjónar. Stærsta krafan í umsókninni er að við viskíframleiðsluna fari mesking, gerjun, eiming og öldrun fram á Íslandi,“ segir Eva. 

„Við vissum að Thoran distillery og Reykjavík distillery stefna að því að framleiða „Íslenskt viskí“ og því ákváðum við að hafa samráð við þau brugghús í umsóknarferlinu.“

Vörulína Eimverks. Sex tegundir af maltviskíi, brennivín, gin og baiiju.

Sex mismunandi einmöltungs-tegundir

Eimverk var stofnað 2011 og verksmiðjan standsett 2013, fyrstu vörur komu á markaðinn 2014. 

„Í dag framleiðum við 15 missmunandi vörur í fjórum flokkum; viskí, gin, brennivín og baiiju. 

Flóki er íslenskur einmöltungur (single malt) og kemur núna í sex mismunadi útgáfum; standard, taðreyktur (byggið taðreykt), úr sérrí-tunnu, úr bjórtunnu sem við fáum í gegnum samstarf við önnur íslensk brugghús og birkilegið. Síðan kemur reglulega út blár miði sem er eitthvað alveg sérstakt,“ segir Eva.

Að sögn Evu notar Eimverk eingöngu íslenskt hráefni, íslenskan spíra, íslenskt bygg og íslenskt vatn. Þau eru með eigin ræktun á um 30 hekturum – á þremur ólíkum landsvæðum. 

„Við ákváðum að dreifa ræktuninni á þrjá staði á Suðurlandi, til að auka líkurnar á því að við fáum viðunandi uppskeru ár hvert. Þannig að við erum með ræktun á okkar landi í Bjálmholti í Holtum, auk þess sem við leigjum akra á Læk og í Gunnarsholti. Þarna eru mjög mismunandi jarðvegsgerðir sem henta ólíku tíðarfari,“ segir Eva, sem sjálf er með háskólapróf í líffræði. 

„Við höfum að mestu staðið ein í ræktuninni og aflað okkur fróðleiks, en leitað okkur ráðgjafar hjá sérfræðingum eins og Jónatan Hermannssyni og Björgvini Harðarsyni þegar við höfum þurft á því að halda,“ bætir hún við.

Um 100 tonna árleg byggþörf

Í fyrra var uppskeran með besta móti úr byggræktun Eimverks, eða um 125 tonn. Í ár var hún ekki nema um helmingur þess. „Við notum um 100 tonn árlega sem þýðir að við þurfum að kaupa íslenskt bygg eftir þetta sumar og við höfum átt í viðskiptum við bændurna á Þorvaldseyri og einnig Sandhóli.“

Um 90 prósent af vískísölu Eimverks fer úr landi – að langmestu leyti til Þýskalands. Eva segir að það sé gleðilegt að finna að framleiðsla þeirra sé æ betur að festa sig í sessi meðal ákveðinna viðskiptamannahópa þar. 

Umsóknin frá Eimverki er sú þriðja sem berst Matvælastofnun um vernd afurðaheita. Áður hafa umsóknir fyrir afurðaheitin „Íslensk lopapeysa“ og „Íslenskt lambakjöt“ verið samþykktar. 

Nokkur fjöldi evrópskra afurðaheita nýtur verndar á Íslandi samkvæmt alþjóðasamningum. Hugmyndin er að íslensk vernduð afurðaheiti fái einnig vernd innan Evrópusambandsins, en dráttur hefur verið á því að innleiða það ákvæði í íslenska löggjöf.

„Mér finnst bara að stjórnkerfið verði að koma þessu í lag, maður verður bara að geta treyst því að það verði gert sem fyrst, svo ekki verði hægt að selja til dæmis lélega erlenda vískíframleiðslu sem íslenskt viskí,“ segir Eva að lokum. 

Eva María Sigurbjörnsdóttir er framleiðslustjóri hjá Brugghúsinu Eimverki.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f