Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Eiginfjárstaða fjölskyldna batnaði árið 2013
Mynd / Hagstofa Íslands
Fréttir 30. september 2014

Eiginfjárstaða fjölskyldna batnaði árið 2013

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eiginfjárstaða allra fjölskyldugerða batnaði á árinu 2013. Þetta á einkum við um einstæða foreldra en staða eiginfjár hjá þeim jókst um tæp 36% árið 2013.

Samkvæmt því sem segir á vef Hagstofu Íslands jókst eiginfjárstaða einstaklinga um 8,8%, hjóna án barna um 6,2% og hjóna með börn um 5,9%. Eiginfjárstaða milli ára hækkar mest í aldurshópunum 25 til 39 ára eða á bilinu 23% til 49% sem einkum má rekja til bættrar eiginfjárstöðu í fasteign.

Fjöldi fjölskyldna með neikvætt eigið fé í húsnæði fækkar líkt og gerst hefur síðustu ár. Árið 2013 voru 15.971 fjölskylda með neikvæða eiginfjárstöðu í fasteign eða rúmlega 10% færri en árið 2012 og að meðaltali nam neikvæð eiginfjárstaða í fasteign 4,6 m.kr.

Frá árinu 2005 hefur hlutfallslegur fjöldi þeirra sem skulda meira en 150% af eignum aukist úr 10,1% fjölskyldna í tæp 23% og fjölskyldum sem skulda minna en 75% í eign fækkað úr tveimur þriðju í rúman helming.

Eignir einstaklinga  jukust um 3,8% milli ára eða úr 3.969 milljörðum kr. í 4.121 milljarð kr. Verðmæti í fasteignum hækkaði um 5,1% frá árinu 2012 sem rekja má að hluta til hækkunar fasteignamats um 7,7%.

Skuldir einstaklinga námu 1.927 milljörðum kr. í árslok 2013 og jukust um 0,3% frá fyrra ári. Skuldir hjóna með börn drógust saman um 1,8% og einstæðra foreldra um 1,0% en jukust hins vegar hjá hjónum án barna um 3,4% og einstaklingum um 1,1%.

Íbúðalán námu 1.242 milljörðum kr. og jukust um 1,5% milli ára. Aukning íbúðalána var einkum í eldri aldurshópum, um 7,9% hjá 60 til 66 ára og 10,7% hjá 67 ára og eldri.  Íbúðalán 50 til 59 ára jukust um 3,3%-3,6% frá fyrra ári.

Íbúðalánum þeirra sem voru yngri en 29 ára fækkaði um 7% og um 3% í aldurshópnum 30 til 39 ára.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...