Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Eigendur Íslands útmældir
Fréttir 6. febrúar 2025

Eigendur Íslands útmældir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tuttugu og fjórir aðilar eiga eignarhluti í fimm eða fleiri jörðum á Íslandi. Félag auðkýfingsins James Ratcliffe á eignarhluti í 29 jörðum og er stærsti einstaki jarðaeigandi landsins á eftir hinu opinbera.

Afmörkun jarða á Íslandi er víðast hvar ókortlögð en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur áætlað út frá skráningu lóða og úrskurðum þjóðlendna að heildarflatarmál allra jarða á Íslandi sé í kringum 56 þúsund ferkílómetrar, eða um 55 prósent af heildarflatarmáli Íslands. Samkvæmt HMS eru jarðir landsins 7.828 talsins og í eigu 14.214 einstaklinga og fyrirtækja. Sveitarfélög eru stærstu eigendur jarða á Íslandi, en þau eiga tæpa 387 eignarhluti í 402 jörðum. Ríkissjóður á 385,5 hluti í 388 jörðum og þjóðkirkjan á 35 jarðir.

Fjórði stærsti landeigandi Íslands er fyrirtækið Sólarsalir ehf. en eignarhald þess má rekja til auðkýfingsins James Ratcliffe. Fyrirtækið á 26 eignarhluti í 29 jörðum. Þar á eftir kemur fyrirtækið Fljótabakki ehf. sem á tólf jarðir. Eignarhald þess má rekja til bandaríska bankamannsins Chad R. Pike. Sá er stofnandi ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience, sem á m.a. lúxushótelið Deplar Farm í Fljótum.

Árið 2020 var sett í jarðalög að samþykki ráðherra þurfi að liggja fyrir ráðstöfun eigna þar sem kaupandi á fyrir fasteignir sem eru samanlagt yfir 1.500 hektarar að stærð. Einnig var því bætt í jarðalög að ráðherra skuli almennt ekki veita samþykki fyrir ráðstöfun jarðar ef viðtakandi (kaupandi) á fyrir eignir sem eru samanlagt 10.000 hektarar eða meira að stærð. Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS, bendir á að stærð jarða þurfi að liggja fyrir svo hægt sé að beita þessum takmörkunum.

Þetta er ein af ástæðum þess að HMS hefur ráðist í átaksverkefni við að áætla eignamörk jarða, en tilgangur þess er að ná fram heildstæðri mynd af eignarhaldi fasteigna á Íslandi og gera afmarkanir aðgengilegar í kortaviðmóti landeignarskrár. „Fyrst og fremst erum við að reyna að svara þeirri spurningu hver eigi Ísland,“ segir Tryggvi Már.

– Sjá nánar á síðum 4 og 8. í nýju Bændablaði

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...