Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Eicher-dráttarvélar
Á faglegum nótum 10. nóvember 2014

Eicher-dráttarvélar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bræðurnir Joseph og Albert Eicher hófu framleiðslu á Eicher-dráttarvélum árið 1936 í litlu þorpi skammt frá München í Bæjaralandi í Þýskalandi.

Framleiðslan gekk vel og á næstu fimm árum framleiddu þeir ríflega eitt þúsund litla og fremur einfalda traktora með vélum frá Deutz.

Eftir lok heimsstyrjaldarinnar seinni hófu bræðurnir framleiðslu á eigin díselvélum í sínar dráttarvélar og seinna fyrir dráttarvélaframleiðandann Votan. Upp úr 1970 eignaðist kanadíski armur Massey-Ferguson stóran hlut í Eicher og var þá farið að nota Perkins-vélar í traktorana. Framleiðslan jókst jafnt og þétt og um 1990 var fjöldi Eicher-véla orðinn 120.000 og um 2.000 vélar framleiddar á ári.

Árið 1959 setti fyrirtækið upp verksmiðju á Indlandi þar sem vélarnar eru framleiddar enn í dag. Vélar framleiddar fyrir Evrópumarkað eru aðallega litlir traktorar sem notaðir eru í vínrækt og sérhannaðir til þess að passa milli raða af vínviðarplöntum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...