Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Liþíum, sem notað er m.a. í rafhlöður bíla, er silfurhvítur og mjög hvarfagjarn og eldfimur málmur. Vinnsla á þessum málmi er langt frá því að anna ört vaxandi eftirspurn.
Liþíum, sem notað er m.a. í rafhlöður bíla, er silfurhvítur og mjög hvarfagjarn og eldfimur málmur. Vinnsla á þessum málmi er langt frá því að anna ört vaxandi eftirspurn.
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er farið að valda mönn­um áhyggjum um þróun áætlana um orkuskipti í heiminum.

Það er enn nóg til af liþíumforða víða um heim til að búa til þær rafhlöður, en vinnsla á því er seinvirk og kostnaðarsöm. Eftirspurnin nemur um það bil 100.000 tonnum á ári, en vex um meira en 15%. Framboðið á liþíum annar vart eftirspurn og því hækkar verðið. Það getur síðan hægt á framleiðslu rafbíla og annarra tækja sem helst er hampað í orkuskiptaáætlunum víða um heim.

Elon Musk áhyggjufullur

Þann 8. apríl „tísti“ Elon Musk, stofnandi Tesla og forstjóri og stofnandi SpaceX, um það á Tvitter að hann væri að íhuga að stofna eigið námufyrirtæki í ljósi hækkandi verðs á liþíum, sem hann sagði nú komið í „brjálæðislegar hæðir“.

Musk sagði að Tesla gæti í raun þurft að fara sjálft í námuvinnslu og úrvinnslu á liþíum ef verðið lækkar ekki. „Það er enginn skortur á frumefninu sjálfu, þar sem liþíum er næstum alls staðar á jörðinni, en hraði vinnslunnar er hægur,“ sagði hann í sínu tölvutísti.

Tonnið af hálfunnu liþíum selt á 5.650 dollara

Bloomberg greindi frá því þann 28. apríl að 5.000 tonna farmur sem var að hluta unnið liþíum, seldist fyrir 5.650 dollara fyrir tonnið. Það er 140% yfir verði sem menn hafa áður talið „geðveikt“ og var tilefni til athugasemda Elon Musk. Daginn eftir greindi Reuters frá aukinni eftirspurn og vaxandi skorti á liþíum og öðrum mikilvægum málmum í Evrópu og í Bandaríkjunum.

Þar sagði:
„Evrópa er að renna út á tíma til að tryggja sér málma sem hún þarf til að knýja orkuskiptin.“

Búist við 4.000% aukningu eftirspurnar til 2040

Vandamálið snýst um framboð og eftirspurn. Til þess að mæta því sem menn kalla óraunhæf markmið Biden-stjórnarinnar í Bandaríkjunum, ESB og fleiri ríkja, áætlaði Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) í fyrrasumar að eftirspurn eftir liþíum myndi aukast um 900% til ársins 2030 og um 4.000% fyrir árið 2040. Til að mæta slíkri veldishækkun eftirspurnar þyrfti samsvarandi aukningu á liþíumframboði.

Skylt efni: liþíum | orkuskipti

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f