Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eftirmál riðuveiki
Mynd / smh
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum samningaviðræðum við fulltrúa matvælaráðuneytisins um bótagreiðslur vegna niðurskurðar sem fyrirskipaður var á um 1.400 fjár á bæjunum tveimur í byrjun apríl eftir að riðuveiki var staðfest í þeirra hjörðum. Bæði bú voru meðal þeirra fremstu í íslenskri sauðfjárrækt þar sem mikil alúð var lögð í ræktunina. Á blaðsíðum 32–37 er fjallað um eftirmál riðuveiki á bæjum í Miðfirði og Skagafirði og rætt við bændur. Eru þeir sammála um að reglugerð sem ákvarðar bótagreiðslur sé í raun starfslokasamningur við bændur, enda geri hún ekki ráð fyrir að tjón sé að fullu bætt. Vilji bændur byrja upp á nýtt, með sambærilegan fjárstofn, þurfi þeir sjálfir að leggja til umtalsvert fjármagn. Auk þess séu afurðatjónsbætur langt undir meðalafurðum í dag. Frá vinstri eru þau Dagbjört Diljá Einþórsdóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson á Urriðaá, Ari G. Guðmundsson og Elín Anna Skúladóttir á Bergsstöðum.

Sjá nánar á bls. 32–37. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...