Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Flóðlokur úr lofti.
Flóðlokur úr lofti.
Mynd / Landsvirkjun
Fréttir 19. maí 2025

Eftirlitsnefnd vegna Hvammsvirkjunar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sveitarstjórnir Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra hafa ákveðið að skipa eftirlitsnefnd sem skal fylgjast með framkvæmdum við Hvammsvirkjun.

Nefndin skal skipuð tveimur aðalmönnum frá hvoru sveitarfélagi og tveimur varamönnum. Mun hún starfa þar til öll skilyrði framkvæmdaleyfis hafa verið uppfyllt. Skipulagsfulltrúar og byggingarfulltrúar beggja sveitarfélaga, fulltrúi framkvæmdaaðila og fulltrúar annarra leyfisveitenda sitja fundi nefndarinnar þegar þurfa þykir.

Eftirlitsnefndin hefur, ásamt skipulagsfulltrúum beggja sveitarfélaganna, eftirlit með því að framkvæmdin sé í samræmi við leyfi og álit um mat á umhverfisáhrifum. Framkvæmdaleyfið er bundið 17 skilyrðum sem koma fram í greinargerð sem liggur til grundvallar framkvæmdaleyfinu. Nefndin skal skila af sér skýrslu um framkvæmd eftirlitsins við lok hvers fyrirvara sem settur er vegna framkvæmdarinnar.

Sé settum skilyrðum ekki fullnægt, ásigkomulag, frágangi, notkun eða umhverfi framkvæmdar eða eigin eftirliti framkvæmdaaðila ábótavant eða stafi hætta af framkvæmdinni, skal eftirlitsnefndin tilkynna framkvæmdaaðila skriflega um og úrbóta krafist. Eftirlitsnefndin mun hafa forgöngu um að tryggja samráð við fulltrúa Veiðifélags Þjórsár. Framkvæmdaaðili ber allan kostnað af starfi nefndarinnar.

Skylt efni: hvammsvirkjun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...