Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Eftirlitsgjöld Matvælastofnunar tvöfaldast á skömmum tíma
Fréttir 22. júlí 2025

Eftirlitsgjöld Matvælastofnunar tvöfaldast á skömmum tíma

Höfundur: Þröstur Helgason

Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun atvinnuvegaráðherra að samþykkja hækkun á gjaldskrá Matvælastofnunar (MAST) fyrir opinbert eftirlit um 30%.

Í tilkynningu frá SAFL segir að hækkunin nú komi til viðbótar við umfangsmiklar gjaldskrárbreytingar sem tóku gildi síðasta sumar og leiddu þegar í stað til verulegs kostnaðarauka fyrir matvælaframleiðendur. Þar segir að á 14 mánuðum hafi eftirlitsgjald í sláturhúsum tvöfaldast – með 109% hækkun – og gjald fyrir önnur verkefni hækkað um 47%. Leggst hækkunin misþungt á eftirlitsþega.

„Við erum að horfa upp á stökkbreytingu í eftirlitskostnaði matvælafyrirtækja og í sumum tilvikum margföldun frá því sem áður var,“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri SAFL.

SAFL segir að yfirlýst markmið umræddrar gjaldskrárbreytingar hafi verið að auka gagnsæi og skýrleika og einfalda alla framsetningu, framkvæmd, stjórnsýslu og gjaldskrárbreytingar.

„Fátt af þessu hefur gengið eftir. Framsetningin er sannarlega einfaldari, en á kostnað skýrleika og gagnsæis. Í mörgum tilvikum vita eftirlitsþegar ekki fyrir hvað þeir eru nákvæmlega að greiða og ómældur tími hefur farið í yfirlegu og leiðréttingar á útsendum reikningum,“ segir Margrét.

SAFL segir að í kjölfar breytinganna hafi MAST þurft að bæta við starfsfólki vegna aukins flækjustigs við reikningagerð. SAFL hafi verið gagnrýnin á nýtt fyrirkomulag og kallað eftir breyttu verklagi við eftirlit sem myndi draga úr kostnaði. Meðal annars hafi samtökin krafist þess að MAST fylgi eftir ákvæði laga um áhættuflokkun sláturhúsa, sem lögfest var árið 2019. Samkvæmt lögunum á áhættuflokkun að stýra tíðni og umfangi eftirlitsins.

„Enn í dag hefur MAST ekki lokið áhættuflokkun á einu einasta sláturhúsi. Framleiðendur eru því að greiða fyrir eftirlit sem er bæði óþarflega títt og kostnaðarsamt – í andstöðu við gildandi lög. Með tilliti til þessa og að markmiðum breytinganna hefur sannarlega ekki verið náð, vekur það furðu að atvinnuvegaráðherra samþykki svo umfangsmikla hækkun á gjaldskránni án frekari skoðunar,“ segir Margrét.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f