Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Matvælastofnun er lögbært yfirvald – og þar með ábyrgðaraðili – í ýmsum þeim málum sem ESA gerir athugasemdir við í eftirlitsskýrslu sinni.
Matvælastofnun er lögbært yfirvald – og þar með ábyrgðaraðili – í ýmsum þeim málum sem ESA gerir athugasemdir við í eftirlitsskýrslu sinni.
Mynd / smh
Fréttir 10. febrúar 2020

Eftirliti með kjöt- og mjólkurframleiðslu er ábótavant á Íslandi

Höfundur: smh
Eftirliti er ábótavant með kjöt- og mjólkurframleiðslu á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri eftirlitsskýrslu sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur gefið út.
 
Aðalmarkmið úttektar ESA var að meta opinbert eftirlit varðandi hollustuhætti kjöt- og mjólkurframleiðslu í landinu – og kjöt- og mjólkurafurða. Úttektir fóru fram á Íslandi dagana 14. til 23. október og farið meðal annars í vettvangsferðir í fjögur sláturhús.
 
Bæta þarf heilbrigðisskoðunina eftir slátrun
 
Í niðurstöðum skýrslunnar kemur meðal annars fram að dýralæknar þurfi að bæta heilbrigðisskoðunina sem fram fer eftir slátrun þannig að hún sé í samræmi við lög. Þá er lögð áhersla á að þjálfun dýralækna, sem starfa við eftirlit í sláturhúsum, sé fullnægjandi. 
 
Varðandi matvælafyrirtækin eru nokkur atriði tiltekin þar sem mikilvægt sé að Matvælastofnun hafi betra eftirlit með, til að mynda að kröfur um hollustuhætti sé fylgt.  Eru nokkur atriði af þeim toga nefnd sem þarf að bæta.
 
Einnig eru gerðar athugasemdir við störf svokallaðra opinberra tilvísunarrannsóknarstofa, meðal annars á sviði örverufræði og rannsóknum á þráðormum sem þær rækja ekki með fullnægjandi hætti. Meira samræmi þarf að vera á milli starfa á opinberum rannsóknarstofum og samanburðarpróf þurfa að vera á milli þeirra til að forðast ónákvæmni í rannsóknarniðurstöðum.
 
Tiltekin atriði í opinberu eftirliti Matvælastofnunar eru þannig ekki í fullu samræmi við kröfurnar á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Leggur ESA fram tillögur um hvernig ráða megi bót á þessum atriðum.
 
Matvælastofnun setur fram aðgerðaráætlun
 
Matvælastofnun brást þegar í stað við aðfinnslunum og setti fram aðgerðaráætlun í samræmi við tillögur ESA. Hún er birt í eftirlitsskýrslunni og þar er gert ráð fyrir að henni verði að fullu lokið fyrir árslok 2021. 
 
ESA ber skylda til þess samkvæmt EES-samningi að hafa eftirlit með því að aðildarríkin innleiði löggjöf samningsins og uppfylli þær kröfur sem hún gerir. Þessu hlutverki sinnir ESA með úttektarheimsóknum til ríkjanna þar sem eftirlit opinberra aðila er tekið út á sviði matvæla- og fóðuröryggis, dýraheilbrigðis og dýravelferðar.
 
Skýrsluna má nálgast í gegnum vef EFTA, eftasurv.int.    
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...