Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vegna samdráttar á veintingahúsum út af COVID-19 hefur sala dregist mjög saman á nautasteikum frá Írlandi. Með söluherferð á írsku nautakjöti í þrem Evrópulöndum er ætlunin að efla sölu á írskum nautasteikum í verslunum utan mesta grilltíma sumarsins.
Vegna samdráttar á veintingahúsum út af COVID-19 hefur sala dregist mjög saman á nautasteikum frá Írlandi. Með söluherferð á írsku nautakjöti í þrem Evrópulöndum er ætlunin að efla sölu á írskum nautasteikum í verslunum utan mesta grilltíma sumarsins.
Mynd / Bord Bia
Fréttir 19. október 2020

Efnt til söluherferðar á írskum nautasteikum í þrem löndum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samdráttur í ferðamennsku og lokanir veitingastaða valda víðar vanda en á Íslandi vegna COVID-19. Frændur vorir Írar reyna nú að bregðast við miklum samdrætti í sölu á nautasteikum með sölu- og kynningarherferð í Þýskalandi, Ítalíu og á Spáni sem hófst 15. september síðastliðinn. 

Sala til veitingastaða hefur staðið undir þriðjungi af sölu á öllum nautakjötsútflutningi Íra til meginlands Evrópu. Hins vegar hefur sala á írskum steikum til veitingastaða staðið undir um helmingi af söluverðmæti nautakjötsútflutningsins. Steikurnar hafa því verið afar mikilvægar í þessum útflutningi og því hefur spáðum 33% samdrætti á veitingastöðum á þessu ári mikil áhrif á írskan nautakjötsútflutning. 

Herferðin nær til 6.000 verslana 

Það er írska markaðsskrifstofan Bord Bia sem fer fyrir söluherferðinni á írska nautakjötinu í samstarfi við 11 smásölufyrirtæki í Evrópu. Nær það til allt að 6.000 verslana í Þýskalandi, Ítalíu og á Spáni. Ætlunin er að efla sölu á írskum nautasteikum í verslunum utan mesta grilltíma sumarsins. Þó steikur séu aðeins um 13% af nautskrokknum, þá hefur salan á steikunum skilað um 33% af verðmæti hvers nautaskrokks.  

Aikish Forde, viðskiptaþróunarstjóri Bord Bia, segir í samtali á vefsíðu AgriLand, að reynt sé að vinna með viðskiptavinum á Evrópumarkaði við að efla neytendamarkað á írsku nautakjöti. 

Fyrsti áfangi stendur út fyrsta ársfjórðung 2021

„Þetta er aðeins fyrsti áfangi í baráttunni sem mun standa út fyrsta ársfjórðung 2021. Við búumst við að fleiri smásöluaðilar í sölu á nautasteikum gangi í lið með okkur og styrki þannig tengsl okkar við evrópska smásöluverslun.“

Kynningar með fjölbreyttum hætti

Á Ítalíu verður, samhliða söluherferð í verslunum, farið í utanhúss kynningarherferð á 200 strætisvagnaskýlum, á 23 stafrænum auglýsingaskiltum og á 72 rútu- og sporvagnastöðvum á lykilstöðum í Mílanó, Bologna og í Róm. Þá verða einnig virkjaðir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum með áherslu á 12 áhrifaleiðtoga á Instagram. Svipaðri aðferðafræði verður beitt í Þýskalandi. 

Skylt efni: Írland

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...