Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Efling byggðar við Bakkaflóa
Fréttir 20. desember 2018

Efling byggðar við Bakkaflóa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur samgöngu- og sveitar­stjórn­ar­áðherra um eflingu byggðar við Bakkaflóa. Til­lögurnar voru settar fram í skýrslu nefndar sem ráðherra skipaði til að fjalla um málefni byggðarinnar. Í nefndinni sátu fulltrúar fimm ráðuneyta.

Í skýrslunni er lagt til að aflaheimildir til ráðstöfunar í Bakkafirði verði auknar, vegagerð um Brekknaheiði flýtt, byggðin tekin inn í verkefnið Brothættar byggðir, samfélagssáttmáli gerður milli íbúa, sveitarstjórnar og ríkis og loks að starfsstöð í náttúrurannsóknum verði sett á fót í Bakkafirði.

Nefndin leggur til að ríkið verji allt að 40 milljónum króna á ári í fimm ár til undirbúnings verkefna á Bakkaflóasvæðinu. Fjármunum verður varið til að styðja við ýmis uppbyggingarverkefni í tengslum við tillögur nefndarinnar.

Kostnaður vegna aflaheimilda og vegagerðar eru utan þessa kostnaðar. Fimm megintillögur eru lagðar fram í skýrslu nefndarinnar.
Auknar aflaheimildir

Lagt er til að 150 þorskígildistonnum verði að lágmarki bætt við aflaheimildir til ráðstöfunar í Bakkafirði og óskað eftir samstarfi um nýtingu þeirra. Jafnframt verði kannað hvort ná megi fram jákvæðari áhrifum á samfélagið með því að slá af kröfum um vinnsluskyldu á Bakkafirði fyrir þessar viðbótarheimildir, að minnsta kosti tímabundið.

Bundið slitlag á Langanesströnd

Tekið er undir áform Vegagerðarinnar og eindregið lagt til að lagning bundins slitlags á Langanesströnd hefjist á árinu 2019 og að verkinu ljúki eigi síðar en 2021. Í beinu framhaldi verði hafist handa við vegagerð um Brekknaheiði sem er á samgönguáætlun.

Brothættar byggðir

Lagt er til að byggðin við Bakkaflóa verði tekin inn í verkefnið Brothættar byggðir og verkefnisstjóri ráðinn til að stýra verkefninu. Nefndin leggur til að verkefnisstjóri verði í fullu starfi og hafi búsetu á Bakkafirði ef kostur er.

Samfélagssáttmáli um þjónustu og umhverfismál

Nefndin leggur til að gerður verði samfélagssáttmáli á milli sveitarstjórnar, íbúasamtaka og ríkis. Þar verði meðal annars lýst yfir vilja til að snúa við neikvæðri byggðaþróun og settar fram skuldbindingar hvers aðila fyrir sig. Í umræddum samfélagssáttmála mætti taka á ýmsum málum, svo sem átaki í að efla nærþjónustu og átaki í umhverfismálum.

Starfsstöð í náttúrurannsóknum

Loks er lagt til að skoðað verði að koma á fót starfsstöð í náttúrurannsóknum á Bakkafirði sem hefði það hlutverk að rannsaka lífríki Bakkaflóa, þar með talið lífríki Finnafjarðar og nágrennis. Um væri að ræða útibú frá annaðhvort Náttúrufræðistofnun Íslands eða Náttúrustofu Norðausturlands. 

Skylt efni: Bakkaflói | Byggðamál

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...