Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Efla verður fræðslu og umræðu um skóga í heiminum
Fréttir 13. október 2015

Efla verður fræðslu og umræðu um skóga í heiminum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heimsbyggðin þarf að vita að skógar heimsins eru meira en bara tré. Í skógunum felast ómæld tækifæri sem geta skipt sköpum í baráttunni við hungur, baráttunni fyrir betra lífi fólks og baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Þetta er niðurstaða fjórtándu heimsráðstefnunnar um skóga sem lauk í Durban í Suður-Afríku á föstudag í fyrri viku. Í yfirlýsingu sem samþykkt var á ráðstefnunni er áhersla lögð á aukna fræðslu um skóga, fjárfestingu í menntun og eflda umræðu um mikilvægt hlutverk skóganna fyrir lífið á jörðinni.

Skógar heimsins 2050

Á heimasíðu Skógræktar ríkisins segir að markmið þessarar stærstu skógarmálasamkomu heims á þessum áratug hafi verið að setja fram sýn um hvernig skógar og skógrækt skyldi líta út í heiminum árið 2050. Þá fimm daga sem ráðstefnan stóð var til umræðu sérstök yfirlýsing sem samþykkt var lokadaginn, Durban-yfirlýsingin um skóga heimsins fram til 2050. Þar er því lýst yfir að skógar skuli verða grundvallarþáttur í matvælaöryggi og auknum lífsgæðum jarðarbúa. Flétta þurfi skógum og trjám saman við annars konar landnýtingu eins og hefðbundinn landbúnað til að ráðast að orsökum skógareyðingar og átaka um land og jarðnæði. Því er enn fremur lýst yfir að skógar sem nytjaðir séu og ræktaðir með sjálfbærum hætti séu óhjákvæmilega meginvopn í baráttunni við loftslagsbreytingar. Stuðla verði að því að skógar bindi eins mikið kolefni og mögulegt er en geti um leið veitt aðra umhverfislega þjónustu og gæði.

Fjárfesting og samstarf skiptir sköpum

Í yfirlýsingunni eru tíundaðar aðgerðir sem nauðsynlegt sé að ráðast í til að sú sýn sem sett er fram verði að veruleika. Þar á meðal er lögð áhersla á aukna fræðslu og menntun, umræðu og upplýsingagjöf, rannsóknir og atvinnusköpun, einkum að skapa ný störf fyrir ungt fólk í skógum og skógartengdum greinum.
Enn fremur er lögð áhersla á nauðsyn þess að fólk vinni saman á sviði skógræktar, landbúnaðar, efnahagslífs, orku, vatns og annarra greina en einnig að frumbyggjar og afmörkuð samfélög fólks á hverju svæði verði virkjuð með í þessu starfi. /www.skog.is

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...