Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Efla verðmætasköpun í dreifbýli
Lesendarýni 2. september 2025

Efla verðmætasköpun í dreifbýli

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandic Lamb.

Upprunamerkið Íslenskt lambakjöt, í samstarfi við Ruralia-stofnun Háskólans í Helsinki í Finnlandi og viðskiptaþróunarskrifstofu Donegalsýslu á Írlandi, vinna að því að auka nýtingu verndaðra afurðaheita innan upprunaverndarkerfis Evrópusambandsins (GI – Geographical Indication), á norðlægum slóðum til að efla samkeppnishæfni lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Erla Hjördís Gunnarsdóttir.

Vernduð afurðaheiti, (GI), er tiltölulega lítið nýtt verkfæri á norðurslóðum í samanburði við önnur svæði Evrópu sem býður upp á fjölmörg tækifæri. Með því að auka vitund og aðgengi að upprunaverndarkerfinu er hægt að vekja athygli á einstökum uppruna og gæðum íslenskra og norrænna afurða. Einnig er hægt að efla verðmætasköpun í dreifbýli, styðja við svæðisbundna sjálfbærni og menningararf.

Lykilinn að lausn ýmissa fyrirtækja

Á dreifbýlum svæðum norðurslóða standa matvæla-, handverks- og ferðaþjónustufyrirtæki oft frammi fyrir krefjandi aðstæðum og er markmið verkefnisins að gera fyrirtækjum kleift að komast inn á markaði utan heimamarkaðar, fá sanngjarnt verð fyrir gæðaafurðir ásamt því að viðhalda hefðum og staðbundnum sérkennum.

Einnig verður stuðlað að samstarfi milli landa, yfirfærslu á þekkingu og nýsköpun. Þar að auki mun verkefnið vinna að því að kortleggja möguleg ný vörumerki sem geta öðlast verndað afurðaheiti ásamt því að auka nýtingu upprunaverndar á norðurslóðum.

Upprunavernd, (GI), með tilheyrandi upprunamerki, innan gæðaáætlunar ESB, getur verið lykillinn að lausn fyrir ýmis matvæla-, handverks- og ferðaþjónustufyrirtæki til að tryggja uppruna og sérstöðu vöru, skapa hærri virðisauka og betri markaðsstöðu, tengja vöruna við landfræðilegt svæði og hefðir og stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu ásamt sýnileika staðbundinnar þekkingar.

Hvatning fyrir íslenska framleiðendur

Upprunamerkið Íslenskt lambakjöt, er fyrsta og hingað til eina íslenska landbúnaðarafurðin sem hefur hlotið upprunatilvísun, svokallað PDO, sem er efsta stig landfræðilegrar verndar innan gæðakerfis Evrópusambandsins. Vottunin tryggir að lambakjötið sé alið og framleitt innan tilgreinds landsvæðis eftir hefðbundnum aðferðum og endurspegli þannig einstakt umhverfi, menningu og gæði. Með aðild í þessu verkefni vonast forsvarsmenn Íslensks lambakjöts til þess að geta hvatt fleiri framleiðendur á Íslandi og á norðurslóðum til að nýta sér þetta tækifæri til verðmætasköpunar og sýnileika.

„Þátttaka Íslensks lambakjöts í verkefninu endurspeglar vilja okkar til að efla verðmætasköpun og sjálfbæra nýtingu á íslenskum landbúnaðarafurðum með því að nýta alþjóðlegar viðurkenningar eins og verndað afurðaheiti. Við vonumst til að með því getum við hvatt fleiri íslenska framleiðendur til að sækja um í upprunaverndarkerfi ESB og nýta þá möguleika sem kerfið býður upp á, bæði til að tryggja uppruna og að auka sýnileika og verðmæti íslenskra afurða,“ segir Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri Íslensks lambakjöts.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Ruralia-stofnunina við Háskólann í Helsinki, sem sinnir verkefnastjórn ásamt viðskiptaþróunarskrifstofu Donegal County Council á Írlandi. Verkefnið er styrkt með framlagi úr Evrópska þróunarsjóðnum (ERDF) í gegnum Interreg NPA-áætlunina. Nánari upplýsingar um verkefnið og Norðurslóðaáætlunina má nálgast á vefslóðinni www.interreg-npa.eu

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...