Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Fréttir 10. september 2018

Eðlilegt að fjármununum verði skilað til neytenda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ólafur Stephensen, framkvæmda­stjóri Félags atvinnurekenda, svaraði fyrirspurn Bændablaðsins um það hvort og hvernig FA mundi bæta neytendum ofálagningu landbúnaðarvara ynni félagið málið gegn ríkinu vegna tolla á búvörum.

„Félag atvinnurekenda er ekki aðili að þessu máli, heldur einstök fyrirtæki. FA fær því enga peninga í hendur ef það vinnst og félagið mun augljóslega ekki útdeila neinu fé.

Hvað varðar hins vegar fyrirtækin sem eiga aðild að þessum dómsmálum, þá geri ég ráð fyrir að þessum fjármunum verði skilað til neytenda með einum eða öðrum hætti. Mér þykir slíkt leiða af sjónarmiðum um góða viðskiptahætti og virka samkeppni. Endurgreiðslur útboðsgjaldanna samkvæmt fyrri dómum hafa almennt skilað sér til neytenda í lægra verði á vörum viðkomandi fyrirtækja í framhaldinu. Sum hafa auglýst það sérstaklega, önnur ekki.

Það sem meira máli skiptir fyrir neytendur er að þeir muni auk þess njóta í framhaldi af slíkum dómi þess ávinnings í formi lægra verðs, sem niðurstaða dómstóla kallaði á. Það er líka rétt að íslenska ríkið komi sjálft að því að rétta hlut neytenda við þessar aðstæður, því það má ekki gleymast að sé skattlagningin ólögleg þá er það ríkið sem ber bótaábyrgðina í lagalegum skilningi.

Við hjá FA höfum alla tíð hvatt okkar félagsmenn til að láta lækkanir á opinberum gjöldum og sköttum ganga áfram til neytenda. Kannanir og rannsóknir hafa sýnt að það gekk eftir, t.d. við niðurfellingu tolla og vörugjalda. Við skipum engum félagsmanni fyrir verkum eða stöndum fyrir einhverjum samstilltum aðgerðum um það hvernig fyrirtækin ráðstafa sínum fjármunum. Þetta er hins vegar okkar einlæga von um framgöngu málsins og eftirmál þess.“

Skylt efni: tollar verðlagsmál

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...