Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
E.coli og blý í kannabis
Utan úr heimi 19. nóvember 2024

E.coli og blý í kannabis

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Rannsókn háskólans Manchester Metropolitan University sýnir að kannabis sem verslað er með á götum í Bretlandi inniheldur skaðlegar örverur.

Háskólinn kannaði sextíu sýni sem lögreglumenn á stórborgarsvæði Manchester og í Norðymbralandi höfðu gert upptæk í störfum sínum. Níutíu prósent af þeim innihéldu ýmist myglu eða sveppagró, átta prósent innihéldu blý og fundust bakteríur af salmonellu- og E.coli stofni í tveimur prósentum. Í rúmum fjórðungi sýnanna fundu rannsakendur jafnframt gervikannabínóíða, eins og Spice og KT, sem geta verið skaðlegir. Frá þessu er greint í breskum miðlum eins og Mirror og Metro.

Rannsóknin var gerð í samstarfi við fyrirtækið Curaleaf Clinic sem ræktar kannabis til lækninga. Þar kom jafnframt fram að tveir þriðju þeirra sem kaupa ólöglegt kannabis nota efnið til að glíma við heilsufarsvandamál, eins og kvíða, þunglyndi og langvinna verki. Fulltrúar Curaleaf Clinic vilja með þessu vekja neytendur til umhugsunar um mögulega skaðsemi ólöglegs kannabis og benda á að í Bretlandi sé hægt að fá marijúana gegn lyfseðli.

Skylt efni: kannabis | E. coli

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...