Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þau Víkingur Leon Þórðarson og Emelía Íris Benediktsdóttir í hlutverkum sínum.
Þau Víkingur Leon Þórðarson og Emelía Íris Benediktsdóttir í hlutverkum sínum.
Menning 28. apríl 2023

Dýrið & Blíða

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Blönduóss kynnir með stolti fjölskyldusýninguna Dýrið og Blíðu, sem þekkist á enskunni sem Beauty and the Beast.

Dýrið/Prinsinn: Víkingur Leon Þórðarson. Skuggar: Óskar Sólberg Róbertsson og Baltasar Guðmundsson.

Er þetta fyrsta sýning leikfélagsins í níu ár og segir forynjan Eva Guðbjartsdóttir að mikil eftirvænting sé í fólki að stíga á sviðið. Sigurður Líndal leikstýrir en honum er innan handar eiginkonan Greta Clough.

Í leikhópnum eru níu manns og er Eva vongóð um að takist að rétta úr kútnum eftir langa hríð og hefja hið blómlega leikstarf sem áður einkenndi Leikfélag

Blönduóss. Lengi vel var frumsýnt annað hvert ár, þá í kringum páskana eða sumardaginn fyrsta, en síðastliðin ár hafa Covid og svo áfall í samfélaginu litað starfsemi leikfélagsins. Gaman væri að fjölga meðlimum leikfélagsins svo og fólki sem hefur áhuga á að vinna bakvið tjöldin – sviðsmenn, sminkur, ljósamenn ... allir sem áhuga hafa er því hér með boðnir velkomnir.

Blíða: Emelía Íris Benediktsdóttir.

Eva segir að nokkuð sé um að vanti fólk á milli tvítugs og fertugs, en Emilía Íris Benediktsdóttir, aðalleikona verksins um Dýrið og Blíðu, er rétt þrettán ára gömul Hvammstangamær sem áður hafði gert góða hluti í leiklistinni þar í bæ. Tekið skal fram að mótleikari hennar er tvítugur, og sagan því ekki jafn mikill rómans og oft.

Áhugavert er að segja frá því að árið 1897 var fyrsta leiksýningin sett upp á Blönduósi, „Kómedía“, og voru flytjendur liðsmenn „Leikfimifélags Blönduóss“.

Árið 1944 var leikfélagið svo formlega stofnað og starfaði nánast óslitið fram að aldamótum, sýning sett upp hvert einasta ár. Langar Evu að endurvekja þennan kraft samfélagsins sem kemur einnig fram í 1. árgangi Húnavöku árið 1961, grein eftir Tómas R. Jónsson „Það er áreiðanlega ósk og von okkar allra að leikstarfsemi megi eflast og þroskast hér á Blönduósi í framtíðinni til skemmtunar og menningarauka fyrir héraðsbúa. Til þess að það megi verða er fyrsta og aðalskilyrðið það, að hér rísi upp fyrirhugað félagsheimili, með nægilega rúmgóðu leiksviði, búningsherbergjum og geymslum. Slík breyting á öllum aðstæðum mundi hvetja uppvaxandi æskufólk og starfandi leikfélag til stærri átaka. Stærri og fjölbreyttari verkefni yrðu tekin til meðferðar, og þá mundi auðveldara að fá hingað hæfa leikstjóra og tjaldamálara en nú er.

Sýningar á Dýrinu og Blíðu verða fjórar talsins – enda tekið tillit til sauðburðar – en þær verða dagana 29. apríl- 3. maí. Eva er bjartsýn á framhaldið og segir að félagið hafi nýverið gert 3 ára samning við Húnabyggð þar sem stefnt er á að sýna annað hvert ár, en að auki verið með námskeiðshald og annað þess utan. Kostnaður er mikill við sýningar og því sé gaman að bjóða upp á minni viðburði, skemmtikvöld og annað þar sem t.d. verði sýnt upptekið efni síðustu áratuga er viðkoma leikfélaginu.

Er von til þess að það kveiki undir frekari áhuga þeirra sem hafa einhvern hug á að ganga til liðs við leikfélagið enda er tilvera leiklistar jafnan sálin og lífið í samfélögum.

Frú Klemma kaupakona: Anna Margrét Jónsdóttir.

Jens: Pálmi Ragnarsson, Jakob: Hafþór Örn Laursen Ólason.

Gala galdraþula / Maríanna Þorgríms- dóttir.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f