Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu
Mynd / Pixabay
Fréttir 18. júní 2025

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Dýraverndarsamband Íslands hefur kært meint brot á lögum um dýravelferð við blóðmerahald til lögreglu.

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) ásamt þýsk-svissnesku dýraverndarsamtökunum Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB) hafa kært til lögreglu þau brot á lögum um velferð dýra sem samtökin segja sjást á upptökum sem náðust af blóðmerahaldi í september 2024. Samtökin telja upptökurnar sýna alvarleg og kerfisbundin brot gegn velferð hryssa, sem mikilvægt sé að bregðast við í tæka tíð áður en næsta blóðtökutímabil hefst.

Matvælastofnun (MAST) hafði málið til rannsóknar en tilkynnti síðasta haust að því yrði ekki vísað til lögreglu. Telja DÍS þessa afgreiðslu vera óásættanlega og minna á að umboðsmaður Alþingis hafi hafið frumkvæðisrannsókn á afgreiðslu MAST á málinu. MAST mat það svo að fundist hefðu alvarleg frávik en að í flestum tilfellum verið um einn og sama einstaklinginn að ræða. Búið væri að koma í veg fyrir að þessi aðili kæmi að meðferð hrossa aftur. Ekki væri því ástæða til að aðhafast frekar.

„Ef annað blóðtökutímabil fær að hefjast eru yfirvofandi frekari brot gegn lögum um velferð dýra. Telja samtökin því þann eina kost færan að kæra málið beint og krefjast þess að lögreglan rannsaki málið með sjálfstæðum hætti. Mikilvægt er að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst í ljósi þess að næsta blóðtökutímabil hefst að óbreyttu síðla sumars,“ segir í tilkynningu frá DÍS.

Skylt efni: blóðmerahald

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...