Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Með tilkomu tæknifrjóvgunar ætti Ísland að geta orðið sjálfbært um býflugur, útflutningsaðili hvað varðar býafleggjara og býpakka og aukið býafurðasölu. Langtímamarkmiðið er að auka býrækt og afurðir þess hérlendis.
Með tilkomu tæknifrjóvgunar ætti Ísland að geta orðið sjálfbært um býflugur, útflutningsaðili hvað varðar býafleggjara og býpakka og aukið býafurðasölu. Langtímamarkmiðið er að auka býrækt og afurðir þess hérlendis.
Mynd / Aðsend
Fréttir 3. júní 2025

Drottningarnar tæknifrjóvgaðar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í júní hefst tímamótaverkefni í íslenskri býrækt þar sem Íslendingum gefst tækifæri til að læra tæknifrjóvgun drottninga hjá bandarískum sérfræðingum.

Verkefnið sjálfbær býrækt með tæknifrjóvgun drottninga leggur upp með að gera Ísland sjálfbært í býflugnarækt, með því að rækta svokallaðar Buckfastdrottningar með tæknifrjóvgun, eins og tíðkast erlendis. Þannig mætti draga úr innflutningi býflugna en þær eru fengnar frá sjúkdómalausum svæðum erlendis sem sagt er að fari fækkandi sökum býsjúkdóma. Verkefnið hlaut fyrir nokkru 2,5 m.kr. styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands.

Genamengið bætt

„Ég hef lengi gengið með þessa hugmynd í maganum en ákvað að stökkva í djúpu laugina og láta verða af henni. Markmið verkefnisins er að gera Ísland sjálfbært í býflugnarækt með því að rækta upp afkastameiri drottningar með tæknifrjóvgun, eins og tíðkast erlendis. Með þessari aðferð bætum við genamengi býræktar á Íslandi, verðum óháð veðurskilyrðum, getum byrjað fyrr að sumri og um leið dregið úr innflutningi býflugna og þar með gert Ísland sjálfbært í býflugnarækt,“ útskýrir Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir, þroskaþjálfi á Egilsstöðum og býflugnabóndi í Hallormsstaðaskógi. Sæunn var að ljúka býsjúkdómanámi hjá Bresku býræktarsamtökunum, BBKA, í Englandi, og fer í mastersnám í býrækt við Cornell-háskólann í Bandaríkjunum í byrjun næsta árs. Verkefnið hefst að hennar sögn í júní, með einkakennslu í tæknifrjóvgun drottninga hjá dr. Susan Cobey og Tim Laurance í Seattle í Bandaríkjunum. Cobey stýrir deild býrannsókna við Ohioháskóla og háskólann í Kaliforníu en Lawrence er dósent við Washingtonháskóla, með doktorsgráðu í umhverfisvísindum. Þau bjóða upp á námskeið í tæknifrjóvgun býflugnadrottninga með það að markmiði að efla gen býræktar til verndar gegn býsjúkdómum í heimum. Fá lönd í heiminum eru án býsjúkdóma, m.a. Varroa- og Tracheal-mítla. „Ísland er einn fárra staða í heiminum sem er án býsjúkdóma og pesta eins og Varroamítils og mikilvægt að svo verði áfram,“ bætir Sæunn við. Ísland verði sjálfbært um býflugur Sæunn segir verkefnið vera langhlaup og teljist í árum. „Fyrst þarf að búa til svæði í óspilltri náttúru sem er ákjósanlegt fyrir býflugurnar. Ég er með býgarð í Hallormstaðaskógi þar sem engin eiturefni eru notuð og býflugurnar hafa aðgang að fjölbreyttum gróðri,“ útskýrir hún. Langtímamarkmiðið sé að draga úr innflutningi með aukinni býrækt á Íslandi og um leið selja íslenskt hunang og aðrar býafurðir. Miðað sé við að árið 2030 verði komin nógu mörg bú hér á landi til að ræktun og afurðir séu vænlegar. „Með tilkomu tæknifrjóvgunar ætti Ísland að geta orðið útflutningsaðili hvað varðar býafleggjara og býpakka, vegna þeirra gæða í náttúru sem Austurland býr yfir. Annars staðar í heiminum eru sjúkdómar, mítlar og asíski geitungurinn að drepa býflugur í stórum stíl. Miklum fjármunum hefur verið varið í að vernda býstofninn erlendis frá þessum pestum, vegna þess hlutverks sem býflugur gegna í náttúrunni, öllum heiminum til góðs. Hér stöndum við sterk því þessar pestir eru ekki á Íslandi,“ segir hún jafnframt. Samfélagið á Héraði hafi tekið býflugunum tveimur höndum, námskeið verið haldin og nýir býflugnabændur bæst í hópinn

Skylt efni: Býrækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...