Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Drottningarfórn og mát með biskupi og riddara
Líf og starf 20. september 2024

Drottningarfórn og mát með biskupi og riddara

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson

Undirritaður stýrði svörtu mönnunum í skák á Íslandsmóti skákfélaga árið 2021.

Undirritaður var í frekar þröngri stöðu enda margir menn eftir á borðinu og þurfti nauðsynlega að bregðast við með einhverjum hætti. Í 32. leik sá ég færi á snyrtilegri drottningarfórn sem leiðir til máts í einum leik í kjölfarið og auðvitað lét ég vaða á það. Andstæðingur minn gáði ekki að sér og gekk beint í gildruna.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Umsjón: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Svartur á leik. 32......Dxh5!! Sem við fyrstu sýn virðist slæmur afleikur, þar sem riddarinn getur drepið drottninguna, sem minn andstæðingur einmitt gerði. Þá á svartur mát í einum leik... Rh3+ og kóngurinn á engan stað til að fara á og er því mát. Hvítur hefði getað sloppið við mátið með því að taka ekki drottninguna, en hann yrði þá manni undir sem oftast endar með tapi fyrir rest.

Íslandsmót skákfélaga fer fram helgina 3.–6. október í Rimaskóla í Reykjavík. Þangað mæta skákfélög af öllu landinu til keppni og reikna má með um 400 keppendum á öllum aldri. Áhugafólki um skák er velkomið að fylgjast með.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f