Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Aðalsteinn Leifs Maríuson. (t.h.)
Aðalsteinn Leifs Maríuson. (t.h.)
Líf og starf 24. júní 2024

Drottningarfórn fyrir mát

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson.

Það er fátt skemmtilegra í skák en að fórna drottningu fyrir mát. Það er þó sjaldgæft að sú staða komi upp og þó nokkur dæmi eru um að skákmenn, sem hafa fengið upp þannig stöðu, missa af því og sjá það ekki fyrr en eftir á, þegar skákinni er lokið.

Aðalsteinn Leifs Maríuson, sem á ættir sínar að rekja í Hlíðskóga í Bárðardal, tefldi stutta en snarpa skák fyrir skákfélagið Goðann á Íslandsmóti skákfélaga í mars árið 2023. Skákin endaði með því að Aðalsteinn mátaði andstæðing sinn í aðeins 15 leikjum, eftir að hafa boðið drottninguna sína á silfurfati í 12. leik. Andstæðingur Aðalsteins þáði hana ekki, enda mjög svo grunsamlegt þegar þú færð svona boð upp í hendurnar. Hann valdi hins vegar ekki besta leikinn í kjölfarið og flæktist í þvinguðu mátneti þar sem hann þáði reyndar drottninguna á endanum, en þá var skákin töpuð.

Þetta var fyrsta kappskák Aðalsteins, en hann hafði fram að því einungis teflt atskákir eða hraðskákir.

Skák þessi vakti þó nokkra athygli meðal liðsfélaga hans því það er sjaldgæft að bjóða upp á drottningarfórn fyrir mát og hvað þá í sinni fyrstu kappskák. Aðalsteinn tefldi aðra ekki ósvipaða skák í október 2023 en reikna má með umfjöllun um hana síðar.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband. Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Aðalsteinn Leifs Maríuson (Goðinn) var með svart. Svartur á leik. 12....Dh3! (Hvítur má ekki drepa drottningu svarts þar sem Bh4 er mát) 13. fxe3 - Bh4+ 14. g3 - Dxg3+ 15. hxg3 - Bxg3 mát! Eftir 13. leik hvíts verður tap alltaf niðurstaðan.

Skylt efni: Skák

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...