Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jón Aðalsteinn Hermannsson (fyrir miðju) varð Héraðsmeistari HSÞ í skák árið 2014.
Jón Aðalsteinn Hermannsson (fyrir miðju) varð Héraðsmeistari HSÞ í skák árið 2014.
Líf og starf 8. júlí 2024

Drottingarfórn fyrir mát ... aftur

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Jón Aðalsteinn Hermannsson frá Lyngbrekku í Reykjadal tefldi skák fyrir 10 árum síðan á Íslandsmóti skákfélaga fyrir Skákfélagið Goðann, þar sem hann bauð andstæðingi sínum úr Fjölni drottninguna sína á silfurfati.

Andstæðingur Jóns þáði hana og þar með átti Jón þvingað mát í tveim leikjum, sem hann nýtti sér. Andstæðingur Jóns hefði sennilega ekki sloppið við mát ef hann hefði sleppt því að taka drottninguna, sem kom til greina.

Svartur á leik. 34....De1+! 35. Hxe1 - Hxe1+ 36. Kh2 - Hh1 mát.

Hann hefði sennilega tapað skákinni nokkrum leikjum síðar að því gefnu að svartur hefði alltaf valið réttu leikina. Biskup svarts, sem er reyndar staðsettur á óvenjulegum stað fyrir biskup (a8), gegnir hér lykilhlutverki í stöðunni fyrir svartan.

Síðasti leikur hvíts (Rg6) setur gaffal á hrók og drottingu svarts og í fljótu bragði virðist staðan unnin á hvítt en svo var ekki. Jón fann réttu leiðina og knúði fram mát í 35 leik.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...