Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Drónar nýttir í landbúnaði
Fréttir 8. maí 2015

Drónar nýttir í landbúnaði

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fjarstýrð flygildi, sem flestir þekkja orðið undir heitinu „drónar“, eiga eins og margar tækninýjungar upprunann að rekja til hernaðar. Notkunargildi slíkra tækja er þó miklu meira og sem betur fer oft geðslegra. Nú er það landbúnaðurinn sem farinn er að nýta dróna í sína þágu.

Fjallað var um landbúnaðar­hlutverk dróna á BBC nýverið. Þar er komið inn á síaukna sjálfvirkni í landbúnaði til að auka framleiðni. Þar þekkja Íslendingar kannski best mjaltaþjóna og þvíumlík tæki. Í öðrum löndum er sjálfvirknin komin mun lengra og ekki er orðið óalgengt að sjá á risaökrum fjarstýrðar mannlausar dráttarvélar vinna leiðigjörn störf við t.d. kornskurð. Keyra vélarnar þá eftir GPS-staðsetningarkerfi og vinna fumlaust af meiri nákvæmni en manninum er unnt að vinna verkið. Nú eru það drónarnir sem bændur um víða veröld horfa til af áhuga. Þar sjá drónaframleiðendur líka mikil tækifæri til frekari þróunar slíkra tækja undir formerkjunum nákvæmnis landbúnaður eða „precision agriculture (PA)“. Hefur slíkt líka verið nefnt gervihnatta-landbúnaður vegna notkunar á staðsetningarbúnaði sem byggir á gervihnöttum.

Í frétt BBC er greint frá því að Chris Anderson, fyrrv. ritstjóri Wired magazine, hafi nýlega skipt um starfsvettvang og snúið sér að drónaframleiðslu. Hann hafi t.d. stofnað fyrirtækið 3D Robotics í San Diego, Kaliforníu til að smíða dróna m.a. fyrir bændur í Mexíkó og Bandaríkjunum. Er þeim ætlað að fylgjast vökulum myndavélaaugum með vaxtarhraða, rakastigi og framgangi uppskeru á ökrum bænda. Slíkt eftirlit á síðan að auðvelda mönnum ákvörðun um nákvæma svæðisbundna áburðargjöf og vökvun. Í framhaldinu hafa menn auðvitað tekið skrefið áfram og farið er að hanna dróna sem séð geta um svæðisbundna áburðargjöf og jafnvel vökvun. Þetta hafa menn síðan hugsað enn lengra og sjá fyrir sér mjög stóra fjarstýrða dróna sem taki við hlutverki flugvéla til að slökkva skógarelda.

Í ljósi aðstæðna á Íslandi er ekki ólíklegt að bændur sjái sér hag í að nota dróna til að fylgjast með sauðfé og hrossum og til að auðvelda smölun á haustin. Hefði væntanlega komið sér vel að vera með slíka dróna útbúna hitamyndavélum til að leita að fé sem fennti á kaf norðanlands fyrir tveim  árum. Er slík notkun tækninnar alls ekki fráleit því íslenskar björgunarsveitir eru þegar farnar að skoða nýtingu dróna til aðstoðar við leit.

Skylt efni: Tækninýjungar | drónar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...