Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Drómasýki, sem stundum er kölluð svefnsýki, er arfgengur sjúkdómur þar sem arfhreinir einstaklingar hengja haus og slangra óstöðugum fótum eins og þeir hafi fengið góðan skammt af deyfilyfi hjá dýralækni.
Drómasýki, sem stundum er kölluð svefnsýki, er arfgengur sjúkdómur þar sem arfhreinir einstaklingar hengja haus og slangra óstöðugum fótum eins og þeir hafi fengið góðan skammt af deyfilyfi hjá dýralækni.
Mynd / Skjáskot
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna starfshóp sem afla á upplýsinga og finna rannsóknum á drómasýki farsælan farveg.

Á deildarfundi hrossabænda var samþykkt tillaga þess efnis að stofnaður yrði starfshópur sem tæki saman stöðu rannsókna á drómasýki í íslenskum hrossum.

Sonja Líndal dýralæknir.

Sonja Líndal, dýralæknir og hrossaræktandi á Lækjarmóti, bar fram tillöguna á fundinum og hefur stjórn hrossabændadeildar þegar beðið hana að fara fyrir starfshópnum. „Vandamálið er vaxandi. Grípa þarf í taumana svo hægt verði að rækta kvillann úr stofninum enda er oft og tíðum um gríðarlegt fjárhagslegt tjón að ræða fyrir hrossaræktendur,“ segir hún en í tillögunni segir að margir dýralæknar og hrossaræktendur telji að drómasýki sé að aukast í hinum ræktaða hrossastofni.

Óstöðug og hengja haus

Drómasýki, sem stundum er kölluð svefnsýki, er að sögn Sonju arfgengur sjúkdómur þar sem arfhreinir einstaklingar hengja haus og slangra óstöðugum fótum eins og þeir hafi fengið góðan skammt af deyfilyfi hjá dýralækni. „Þess á milli er allt eðlilegt að sjá. Einkennin eru mismikil á milli einstaklinga en í flestum tilfellum eru þessir einstaklingar felldir þar sem þeir eru óöruggir til reiðar og óskynsamlegt að nota til undaneldis. Arfberar sjúkdómsins sýna ekki einkenni,“ segir Sonja.

Vilja opinbera arfbera

Starfshóp um drómasýki er ætlað að greiða götur rannsókna sem Freyja Imsland erfðafræðingur hefur unnið um sjúkdóminn auk þess að skoða möguleika á styrkjum og frekari rannsóknum um sjúkdóminn.

„Það verður vonandi til þess að upplýsingar um arfbera sjúkdómsins yrðu gerðar opinberar,“ segir Sonja.

Skylt efni: drómasýki

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...