Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Antoníus Sigurðsson.
Antoníus Sigurðsson.
Mynd / Aðsend
Menning 16. desember 2024

Djúpavogsskáldið loks komið á bók

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fáir lifa ástar án er heiti nýrrar ljóðabókar eftir Antoníus Sigurðsson, sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi var að senda frá sér.

Antoníus Sigurðsson (1875–1944) var eitt þekktasta alþýðuskáld Austurlands á sinni tíð og hafði auknefnið Djúpavogsskáld.

Hann var fæddur og uppalinn á Berufjarðarströnd. Foreldrar hans voru Halldóra Gísladóttir og Sigurður Sigurðarson frá Krossgerði en hann ólst upp hjá hjónunum Kristínu Bessadóttur og Sigurði Ásmundssyni í Kelduskógum. Hann minntist fósturforeldranna og átthaganna með mikilli hlýju í ljóðum sínum.

Vísur hans gengu manna á meðal

Kona Antoníusar var Þórunn Erasmusdóttir úr Meðallandi og eignuðust þau dótturina Ragnhildi árið 1901. Þau hófu búskap á Djúpavogi árið 1906 og þar biðu störf verkamannsins Antoníusar. Einnig var hann mörg sumur kaupamaður í sveitum, m.a. í Löndum í Stöðvarfirði og á Berunesi í Berufirði. Hann var sjálfmenntaður og fékkst við barnakennslu í heimahúsum, auk þess að vera lengi meðhjálpari í Djúpavogskirkju.

Antoníus varð strax á unga aldri kunnur fyrir háttbundna ljóðagerð sína og fékk í viðurkenningarskyni auknefnið Djúpavogsskáld. Aðeins fá ljóða hans og lausavísna hafa birst á prenti en hann hélt kveðskapnum saman og fjöldi vísna hans flaug
manna á milli.

Búverk og trúariðkun toguðust á

Kristján Ingimarsson á Djúpavogi ritar lokaorð. „Ljóð Antoníusar bera það með sér að hann hefur verið tilfinninganæmur eins og skáld eru gjarnan, líf hans hefur ekki alltaf verið dans á rósum en náttúran, fjölskylda og vinir hafa veitt honum gleði og hamingju“, segir m.a. í lokaorðunum og fram kemur að ljóðin beri þess vitni að Antoníus hafi verið trúmaður. Finna megi togstreitu milli þess að sinna búverkum og iðka trúna.

Bókin er 135 síður í harðspjöldum og er 24. bókin í röðinni Austfirsk ljóðskáld. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gefur, sem fyrr segir, út.

Skylt efni: bókaútgáfa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f