Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Matvælastofnun hefur varað við neyslu á eggjum frá Landnámseggjum ehf. í Hrísey.
Matvælastofnun hefur varað við neyslu á eggjum frá Landnámseggjum ehf. í Hrísey.
Mynd / Sigurður Már Harðarson
Fréttir 1. október 2025

Díoxínmenguð Landnámsegg

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun hefur varað við neyslu á eggjum frá Landnámseggjum ehf. í Hrísey, vegna þess að of mikið magn af eiturefninu díoxíni fannst í þeim við reglubundið eftirlit.

Um pakkningar með lotunúmersmerkingu „Best fyrir 7 október 2025“ er að ræða og er sú framleiðslulota innkölluð.

Ekki vitað um uppruna mengunarinnar

Hænur Landnámseggja hafa verið fluttar inn í hús á meðan rannsókn stendur yfir, en ekki er vitað um uppruni mengunarinnar.

Díoxín er þrávirkt eiturefni sem getur myndast til að mynda frá alls konar iðnaði og við háan bruna. Efnið brotnar mjög hægt niður í náttúrunni og getur borist á milli dýrategunda.

Þetta er í annað skiptið sem díoxínmengun greinist yfir mörkum í Landnámseggjunum í Hrísey.

Landnámsegg ehf. hóf starfsemi í byrjun árs 2020. Varphænurnar landnámshænur sem hafa gengið úti frjálsar, en þær verpa heldur smærri eggjum en gerist á hefðbundnum eggjabúum og þau eru mismunandi að lögun, stærð og lit.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...