Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dílaskarfur
Mynd / Ólafur Andri Víðisson
Líf og starf 24. janúar 2024

Dílaskarfur

Höfundur: Ólafur Andri Víðisson

Dílaskarfur er stór sjófugl sem heldur til við Ísland allt árið. Varpstöðvarnar eru að langmestu leyti í hólmum og skerjum í Faxaflóa og Breiðafirði. En á veturna finnast þeir með ströndinni í kringum allt landið. Ein önnur náskyld tegund, toppskarfur, finnst einnig á Íslandi en hann er nokkuð minni. Dílaskarfur er fiskiæta og veiðir fiska með því að kafa eftir þeim. Hans helsta fæða eru botnfiskar líkt og koli og marhnútur en einnig aðrar tegundir. En dílaskarfur ólíkt toppskarfi eiga það til að leita upp með ám og í ferskvatn og veiða silung. Dílaskarfar hafa sést nokkuð langt inn til landsins m.a. við vötn inni á hálendi. Skarfarnir gleypa fiskinn í heilu lagi og jafnvel fiska sem virðast nokkuð stórir miðað við fuglinn. En skarfurinn á myndinni gerðist helst til gráðugur þegar hann náði sér í ansi vænan urriða efst í Elliðaám. Urriðinn hefur líklega verið 1 til 1,5 kg og tókust þeir á nokkurn tíma þar sem skarfurinn gerði nokkrar heiðarlegar tilraunir til að gleypa þennan stóra urriða. Á endanum hafði
urriðinn betur og komst undan.

Skylt efni: fuglinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f