Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Demantablóm
Fréttir 8. maí 2015

Demantablóm

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jarðfræðingar hafa fundið áhugavert samhengi milli vaxtar plöntu sem vex í Líberíu og demanta.

Komið hefur í ljós að skógarplanta sem kallast Pandanus candelabrum og flokkast sem skúfpálmi vex í miklum mæli þar sem demanta er að finna undir yfirborðinu.

Lengi hefur verið vitað að ákveðnar plöntur vaxa betur í jarðvegi sem er að finna í gull eða kopar. Dæmi um plöntu sem kann að meta kopar er Lychnis alpina sem margir þekkja sem ljósbera.

Hvað P. candelabrum varðar þá er hún fyrsta plantan sem vitað er um sem gefur til kynna að demantar kunni að leynast í jarðveginum. Þar sem um skógarjurt er að ræða er hætt við að námufélög geri út menn til að leita að plöntunni í skógum og hefji námuvinnslu þar í framhaldinu.

Grasafræðingar við Kew grasagarðinn segja plöntuna afar sjaldgæfa og að lítið sé vitað um P. candelabrum og því verði að fara varlega í að tengja vöxt hennar við demantanámur og æða með stórvirkar vinnuvélar inn í skóga þar sem plantan vex og byrja að grafa.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...