Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Deilt er um dýravelferð
Mynd / Pixabay
Fréttir 7. mars 2025

Deilt er um dýravelferð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Forsvarsmenn Dýraverndarsambands Íslands eru ósáttir við að stjórnsýsla dýravelferðar verði áfram undir Matvælastofnun og vilja að hún verði óháð stjórnsýslu matvælaeftirlits. Þeir segja að sein eða engin viðbrögð við dýraníði séu dæmi um vanhæfi stofnunarinnar til að sinna skyldum sínum.

Lögfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands, sem jafnframt situr í Fagráði um velferð dýra fyrir hönd samtakanna, telur það að kljúfa dýravelferð frá Matvælastofnun hins vegar ekki skynsamlegt eða til þess fallið að styrkja velferð dýra. Innan stofnunarinnar sé yfirgripsmikil sérþekking og önnur starfsemi stofnunarinnar eigi mikla samleið með dýravelferð.

Dýraverndarsambandið leggur til að stofnuð verði sérstök Dýravelferðarstofa sem heyri undir ráðuneyti umhverfismála. Væri þannig klippt á hugsanleg hagsmunatengsl matvælaframleiðslu og dýravelferðar og henni gert hærra undir höfði. Til vara er lagt til að setja dýravelferð undir nýstofnaða Náttúruverndarstofnun, sem nú þegar hafi víðtækt hlutverk til verndar líffræðilegri fjölbreytni og sjái um stjórnun veiða á villtum fuglum og spendýrum.

Lögfræðingur Bændasamtakanna segir málaflokknum stýrt með ágætum hjá Matvælastofnun og ekki ástæða til að ætla að betur yrði að verki staðið annars staðar.

Sjá nánar á bls 20 í nýju Bændablaði.

Skylt efni: dýravelferð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...