Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Deildarfundir Auðhumlu svf. 2024
Lesendarýni 4. mars 2024

Deildarfundir Auðhumlu svf. 2024

Höfundur: Jóhannes Hr. Símonarson, framkvæmdastjóri Auðhumlu svf.

Deildarfundir Auðhumlu svf. 2024 verða haldnir sem hér segir:

Deildarfundur Breiðafjarðardeildar verður jafnframt haldinn á fjarfundakerfinu TEAMS.

Um heimild félagsmanna að láta umboðsmann sækja deildarfund fyrir sína hönd fer eftir 23. grein laga um samvinnufélög nr. 22/1991 þar sem segir:

„Heimilt er félagsaðila að láta umboðsmann sækja félagsfundi fyrir sína hönd, en umboðsmaður getur þó ekki farið með nema atkvæði eins félaga auk atkvæðis þess er hann sjálfur hefur. Umboð til fundarsóknar skal vera skriflegt og ekki eldra en þriggja mánaða.“

Ef félagsmaður (einstaklingur) hyggst veita öðrum einstaklingi umboð til að fara með atkvæði sitt á deildarfundinum er farið fram á að það sé formlegt, þ.e. skriflegt, dagsett, tiltaki nafn og kennitölu þess sem fær umboðið, tiltaki að umboðið gildi á umræddum deildarfundi, sé undirritað af þeim félagsmanni sem veitir umboðið og vottað af tveimur lögráða einstaklingum sem staðfesta vottun sína með nafni og kennitölu.

Á deildarfundi skal jafnframt gera grein fyrir hvaða einstaklingur fari með atkvæði þess lögaðila (ehf. eða sf. félags) sem skráð er félagsaðili að Auðhumlu svf. Sá einstaklingur skal vera skráður á vottorði fyrirtækjaskrár sem eigandi, félagsmaður, framkvæmdastjóri, aðal- eða varastjórnarmaður viðkomandi lögaðila. Að öðrum kosti þarf gilt umboð skv. ofangreindu til að fara með atkvæði lögaðilans á deildarfundinum.

Athygli er þó vakin á því að eingöngu eigendur, félagsmenn, framkvæmdastjórar og aðal- eða varastjórnarmenn lögaðila sem er félagsaðili að Auðhumlu svf. og eru tilgreindir sem slíkir á vottorði fyrirtækjaskrár eru kjörgengir í stjórn Auðhumlu svf. og fulltrúaráð. Umboð til að fara með atkvæði lögaðila á deildarfundi gefur þannig viðkomandi ekki kjörgengi ef nafn viðkomandi er ekki skráð á vottorði fyrirtækjaskrár viðkomandi lögaðila.

Ef þörf er á að breyta núverandi skráningu í fyrirtækjaskrá er það gert með rafrænum hætti á vefslóðinni www.skatturinn.is > „Breytingar og slit“ > „Breyting á skráningu ehf./ hf./ses“ eða „Breyting á skráningu sf./slf.“

Ef einhverjar breytingar hafa átt sér stað skal nýtt vottorð úr fyrirtækjaskrá hafa borist skrifstofu Auðhumlu svf. á netfangið audhuma@audhumla.is í síðasta lagi daginn fyrir deildarfund.

Skylt efni: Auðhumla

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f