Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eva Michelsen sá augljóst tækifæri í að koma á fót deilieldhúsi að amerískri fyrirmynd og hefur haft erindi sem erfiði því um 80 smáframleiðendur og matarfrumkvöðlar hafa nýtt sér Eldstæðið.
Eva Michelsen sá augljóst tækifæri í að koma á fót deilieldhúsi að amerískri fyrirmynd og hefur haft erindi sem erfiði því um 80 smáframleiðendur og matarfrumkvöðlar hafa nýtt sér Eldstæðið.
Mynd / ghp
Líf og starf 27. desember 2022

Deila eldhúsi og eldmóði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Gróskan í smáframleiðslu matvæla er mikil hér á landi. Í Eldstæðinu við Nýbýlaveg hafa á fjórða tug matarfrumkvöðla og smáframleiðenda aðstöðu, svokölluðu deilieldhúsi, til að þróa og framleiða matvörur sínar í fullvottuðu atvinnueldhúsi.

Eva Michelsen er upphafskona og eigandi deilieldhússins. Hún kynntist hugmyndinni um deilieldhús í Bandaríkjunum, má víða finna slíka aðstöðu. Með reynslu við að koma á fót og reka samstarfsrými á borð við Hús sjávarklasans og Lífsgæðasetrið í St. Jó fannst henni augljóst tækifæri felast í að koma deilanlegu atvinnueldhúsi á koppinn. Stofnkostnaður matvælaframleiðanda er enda gífurlegur, þar sem framleiða þarf matvæli í fullvottuðu atvinnueldhúsi og bæði búnaður og geymslurými er áhættusöm fjárfesting ef rennt er blint í sjóinn.

„Hér þarf framleiðandinn ekki að leggja út stórar fjárhæðir, nema hann þurfi einhvern sértækan búnað. Hér er aðgengi að öllum helstu tækjum og tólum, kæli- og þurrlager, skrifstofu- og fundaraðstöðu.

Fjölskyldufyrirtækið Bökum saman útbýr vörur sínar í Eldstæðinu, en þær innihalda hráefni í réttum hlutföllum svo hægt sé að baka með auðveldum hætti. Til hliðar hefur fyrirtækið verið að útbúa góðgæti eftir pöntunum og var Álfheiður Vilhjálmsdóttir í óðaönn að baka sörur.

Hér eru þrjár vinnustöðvar sem gerir það að verkum að ákveðið samfélag hefur skapast og allir hjálpast að. Þess utan rek ég bók- haldsstofu og hef því getað aðstoðað fólk á þeim vettvangi líka,“ segir Eva. Framleiðendur þurfa því aðeins að afla sér starfsleysis, hafi þeir áhuga á að koma hugmynd að vöru inn á markað í Eldstæðinu, en auk þess heldur Eva inntökunámskeið þar sem hún fer yfir allar reglur til að tryggja að öllum lögum um matvælaframleiðslu sé fylgt í hvívetna. Í dag hafa 38 matarfrumkvöðlar aðstöðu í Eldstæðinu og telst Evu til að um 80 framleiðendur hafi nýtt sér aðstöðuna síðan hún opnaði í september árið 2020. „Þetta er eins konar útungunarvél. Sumir halda áfram að stækka það mikið að þau geta tryggt sér rekstrargrundvöll á eigin spýtur. Dæmi um það eru Ketó eldhúsið, Sjávarbúrið og Ella Stína. Aðrir átta sig á því að matvælaframleiðsla hentar þeim ekki og taka þá upplýsta ákvörðun um að bakka út.“

Sjálf er Eva með sína hliðarbúgrein með rekstri Eldstæðisins, þar sem hún framleiðir konfekt, handgerðar kökur og annað góðgæti undir merkinu Michelsen konfekt.

Anna Marta hefur nýtt sér aðstöðu Eldstæðisins í tvö ár. Hún vinnur sem þjálfari og leiðbeinandi um hollar lífsvenjur en framleiðir líka vegan, sykur- og glútenlaus döðlumauk og pestó en var í óðaönn að útbúa súkkulaðið Dásemd.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...