Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eyjafjörður úr flugvél. Það var mikil lífsreynsla að vera send 11 ára gömul ein í flugvél á leið norður til Akureyrar,“ segir Helga Þórisdóttir í grein sinni.
Eyjafjörður úr flugvél. Það var mikil lífsreynsla að vera send 11 ára gömul ein í flugvél á leið norður til Akureyrar,“ segir Helga Þórisdóttir í grein sinni.
Mynd / ghp
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Höfundur: Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi.

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir sér hvað hefur staðið upp úr á lífsleiðinni.

Helga Þórisdóttir.

Eitt af því er að hafa verið ung send í tvígang í sveit. Það var mikil lífsreynsla að vera send 11 ára gömul ein í flugvél á leið norður til Akureyrar, út í tveggja mánaða óvissu. Aldeilis engu þurfti ég að kvíða – enda tekið opnum örmum í fjölskyldu heiðurshjónanna Hauks Steindórssonar heitins og Mörtu Gestsdóttur á Þríhyrningi í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu. Að læra til verka í sveitinni var betri skóli en orð fá lýst. Að vakna til morgunmjalta og sinna eftirmiðdagsmjöltum. Að læra að setja mjaltavélina á spenana. Að moka flórinn. Að læra nöfnin á kúnum 37. Að fara upp á heiði með kindurnar. Að drífa sig út á tún og ná inn heyinu áður en fór að rigna. Að vera úti á túni með hrífu og laga garðana. Að gefa heimalningnum. Að knúsa hundana og fara í útreiðatúra. Þvílíkar minningar og þvílík forréttindi að fá að kynnast lífinu í sveitinni.

Svona lífsreynsla leiðir til djúps skilnings á því mikilvæga og stórkostlega starfi sem bændur vinna. Skilnings á fórnfýsi og skuldbindingu, því dýrin þurfa umönnun og túnin þurfa viðhald.

Í sveitinni verða til afurðirnar sem við borgarbörnin þurfum á að halda. Þar verða til afurðirnar sem skara fram úr í öllum alþjóðlegum samanburði, hvort sem um mjólkina okkar góðu er að ræða, ostana okkar, mjólkurafurðirnar allar og óviðjafnanlega kjötið. Vandfundin eru í heiminum önnur eins gæði og íslenska lambakjötið – enda vandfundin betri og hreinni náttúra en okkar góða land hefur upp á að bjóða.

Þessu öllu þurfum við að hlúa að. Passa að starfsskilyrði bænda séu ásættanleg. Passa að við getum styrkt enn frekar þá góðu vinnu sem á sér stað í sveitum landsins. Passa að umgjörðin sé styrkt þannig að sem flestir bændur geti selt vöru sína undir merkjunum beint frá býli – stuðla að því að styrkur okkar og gæðin í sveitinni séu gerð sem flestum aðgengileg.

Mér finnst hvergi betra að vera en í íslenskri sveit. Himnaríki fyrir mér er að liggja í grasinu og heyra í lóunni og hrossagauknum. Í sveitinni næ ég að kjarna mig. Þar fæ ég þann kraft sem þarf til að sinna mikilvægum verkefnum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...