Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Dagur Ragnarsson vann A-flokkinn.
Dagur Ragnarsson vann A-flokkinn.
Líf og starf 22. október 2025

Dagur vann Haustmótið

Höfundur: Gauti Páll Jónsson gauti.pj@hotmail.com

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur var haldið í septembermánuði eins og undanfarin ár. Mótið er eitt af flaggskipum Taflfélags Reykjavíkur, ásamt Skákþingi Reykjavíkur, sem haldið er í janúar á hverju ári. Haustmótið var að þessu sinni með þrjá lokaða tíu manna flokka og einn opinn flokk. Í lokuðu flokkunum tefla allir við alla á meðan opni flokkurinn fylgir svissnesku kerfi. Skemmst er frá því að segja að alþjóðlegi meistarinn og landsliðsmaðurinn Dagur Ragnarsson vann flokkinn sannfærandi. Hann hóf mótið með látum, með því að vinna Vigni Vatnar Stefánsson, sterkasta stórmeistara þjóðarinnar. Dagur fór taplaus í gegnum mótið en gerði tvö jafntefli.

Stórkostlegur árangur Stefáns Steingríms Bergssonar vakti líka verðskuldaða athygli. Stefán vann allar sínar skákir, níu að tölu. Stefán vinnur sér þannig inn rétt til að tefla í A-flokki mótsins að ári liðnu. Stefán er sterkur skákmaður en með enn þá sterkara hugarfar, skynsamur í allri ákvarðanatöku við borðið.

C-flokkurinn var skemmtilega skipaður ungum skákmönnum í bland við eldri og reynslumeiri. Þáttarstjórnandinn á Útvarpi sögu, Kristján Örn Elíasson, var þar í toppbaráttunni lengst af ásamt Hauki Víðis Leóssyni og Pétri Úlfari Ernissyni sem eru fæddir 2014 og 2015. Þeir Haukur og Pétur voru einmitt gestir Kristjáns í þættinum Við Skákborðið um daginn! Að lokum náði Roberto Eduardo Osorio Ferrer að skjótast upp í þriðja sætið, Haukur í öðru, og Kristján vann flokkinn.

D-flokkurinn var að þessu sinni opinn flokkur með 26 þátttakendum. Þór Jökull Guðbrandsson var í sérflokki með átta vinninga. Næstur, með sex vinninga, varð Örvar Hólm Brynjarsson, og Emilía Embla B. Berglindardóttir náði þriðja sætinu með 5,5 vinning. Þetta eru allt skákmenn sem flokkast undir að vera ungir og efnilegir! Eftir Haustmótið var Hraðskákmót TR haldið og þar minnti Vignir Vatnar rækilega á sig með fullu húsi! Daði Ómarsson varð hraðskákmeistari TR.

Nú sitja landsliðin okkar að tafli á Evrópumóti landsliða í Georgíu. Sumir landsliðsmanna fara svo strax að því loknu verður um mótin hér í skákdálkinum og skemmtilegar stöður sýndar

Skylt efni: Skák

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f