Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Efsta kollótta gimbrin kom frá Teigi, nr. 670. Hún var með 42 mm bakvöðva og 19,0 fyrir læri. Í hana heldur Tómas Jensson frá Teigi.
Efsta kollótta gimbrin kom frá Teigi, nr. 670. Hún var með 42 mm bakvöðva og 19,0 fyrir læri. Í hana heldur Tómas Jensson frá Teigi.
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Höfundur: Hulda Brynjólfsdóttir

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldinn hátíðlegur.

Fjöldi fólks kom saman í Rangárhöllinni við Hellu með lömb til að láta dæma þau og meta og raða til verðlauna. Mikið var af glæsilegum gripum á sýningunni og einkunnir eftir því háar.

Keppt var um bestu kollóttu gimbrina og bestu hyrndu gimbrina, besta kollótta hrútinn og besta hyrnda hrútinn og síðan völdu áhorfendur litfegursta lamb sýningarinnar. Veitt voru verðlaun fyrir bestu fimm vetra ær, besta veturgamla hrút og ræktunarbú ársins 2023 og voru flest verðlaunin málaðir plattar eftir Gunnhildi Jónsdóttur, en nokkrir þeirra eru farandgripir.

Efsti kollótti hrúturinn kom frá Sólvöllum, nr. 4060. Hann var með 38 mm bakvöðva og 19,0 fyrir læri. Í hann heldur ræktandinn og eigandinn; Hanna Valdís Guðjónsdóttir.

Efsta hyrnda gimbrin kom einnig frá Teigi, nr. 767. Hún var með 43 mm bakvöðva og 20,0 fyrir læri. Tómas heldur í gimbrina, en á verðlaununum heldur Jens Heiðar Guðnason frá Teigi.

Efsti hyrndi hrúturinn kom frá Hreiðri, nr 4267. Hann var með 44 mm bakvöðva og 19,5 fyrir læri. Hjalti Sigurðsson, ræktandi og eigandi, heldur í hrútinn.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...