Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Dagur jarðar
Fréttir 22. apríl 2015

Dagur jarðar

Höfundur: smh

Í dag er hinn árlegi alþjóðlegi Dagur jarðar haldinn hátíðlegur. 

Árið 2009 gerðu Sameinuðu þjóðirnar þennan dag að Alþjóðlegum degi móður jarðar og er hann helgaður fræðslu um umhverfismál.  Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst árið 2015 ár jarðvegs undir einkunnarorðunum „Heilbrigður jarðvegur, heilbrigt líf“. Lögð er áhersla á mikilvægi jarðvegsins í matvælaframleiðslu, vatnsmiðlun og við það að milda áhrif loftslagsbreytinga.

Í tilefni af þessum degi efna Sprotamiðstöð Íslands, Vistræktarfélag Íslands og Garðyrkjufélag Íslands til fræðslukvölds.

Þar verða flutt verða fjögur erindi; Eyvin Björkavag, vistræktarhönnuður, flytur erindið Vistræktarlausnir, Jóhann Þórisson, vistfræðingur, flytur erindið Jarðvegsmyndun, eyðing og endurheimt, Viktoría Gilsdóttir, kennari, flytur erindið Ormamoltugerð í heimahúsum og Richard Nelson, uppfinningamaður, flytur erindið Lausnir til sjálfbærrar matvælaframleiðslu.

Viðburðurinn hefst kl. 19:30, í húsnæði Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1 í Reykjavík, 1. hæð (gengið inn frá Ármúla).

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...