Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dagar við Dýrafjörð
Menning 18. september 2023

Dagar við Dýrafjörð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í áttatíu þáttum – og með ríflega eitt hundrað teiknimyndum – rifjar höfundur upp umhverfi og atvik úr uppvexti sínum þar vestra um miðja síðustu öld.

Teikningar höfundar
Bjarni Guðmundsson.

Útgáfa bókarinnar var formlega kynnt í Samkomuhúsinu í Haugadal í Dýrafirði á dögunum. Þar kom fram að á uppvaxtarárum Bjarna í Dýrafirði var margt að breytast í byggðarlaginu; í daglegum störfum, vinnubrögðum og viðhorfum.

Flestir þáttanna eru kryddaðir teikningum höfundar. Um tilgang bókarinnar segir í formála hennar:

„Ég vona að þú hafir gagn og gaman af verkinu. Mér þætti best ef við lestur þess kviknar hjá þér hugsun um þína eigin aðstöðu, þitt æskuumhverfi. Hver á sína ungdómsveröld. Geyma sambærilega drætti þótt ólíkar séu.

Saman móta þær mynd af fjölbreyttu og síkviku samfélagi, sem á margar og misdjúpar rætur. Til rótanna sækjum við næringu og
þrótt – svo og festu sem nauðsynleg er í hverfulum heimi.“

Kennsla og rannsóknir á Hvanneyri

Bjarni er fæddur og uppalinn á Kirkjubóli í Dýrafirði. Að loknu framhaldsnámi var hann lengi kennari við Bændaskólann á Hvanneyri og síðan prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands til opinberra starfsloka. Samhliða kennslu stundaði Bjarni rannsóknir,
einkum á verkun fóðurs og tækni við hana og miðlaði bændum fróðleik um fóðurverkun um langt árabil með greinaskrifum og fyrirlestrum á bændafundum víða um land.

Bjarni hefur skrifað bækur um búfræði og búnaðarsögu, m.a. um verkhætti við bústörf svo sem jarðyrkju og heyskap á tuttugustu
öld og breytingar á þeim.

Höfundurinn gefur bókina út sjálfur og er hún fáanleg hjá honum á Hvanneyri á meðan upplag endist.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...